Lúpína og lífhagkerfi Páll Árnason skrifar 5. maí 2020 11:00 Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skógrækt og landgræðsla Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð leiðir hóp 14 evrópskra háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja um ræktun lúpínu frá Andesfjöllum á rýru landi í Evrópu og fékk til þess 5 m€ styrk frá Evrópusambandinu. Plantan er valin vegna mikillar uppskeru af rýru landi og jarðvegsbætandi virkni fyrir aðra ræktun sem á eftir gæti komið. Árangur hefur verið góður víða um Evrópu, tekist hefur á stuttum tíma að aðlaga plöntuna aðstæðum og vélvæddum evrópskum landbúnaði. Útlit er fyrir að fræframleiðsla verði komin á skrið á næsta ári (2021) og ræktunin orðin samkeppnishæf við aðra ræktum á sumum svæðum álfunar. Sumarið á Íslandi hefur hins vegar reynst of stutt til að plantan beri hér fræ. Unnið er í verkefninu að þróun leysiefnalausrar vinnslutækni mismunandi efna úr plöntunni og þróaðar hafa verið allnokkrar frumgerðir af vörum, snyrtivörum, matvælum, fóðri og orkugjafa úr restunum. Það má því segja að unnið er að þróun allrar virðiskeðjunnar frá fræframleiðslu til neysluvara. Með þeim móti er lagður grunnur að því að þegar bændur hefja ræktun þá sé markaður tilbúinn fyrri afurðir þeirra. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á www.libbio.net Tilraunaræktun á Andeslúpínu á rýru landi á Rangárvöllum. Verkefni framundan Áskoranir lífhagkerfisins eru miklar. Það er aukning í ræktun líf-eldsneytis, líf-plastefna og náttúrulegra trefja í plast á sama tíma og við horfum fram á að þurfa að brauðfæða 10 milljarða manna árið 2050. Hvernig er þetta hægt án þess að ryðja skóga og ræsa fram land, sem hvoru tveggja hefur mjög neikvæð loftslagsáhrif? Lausnin byggir á aukinni nýtingu rýrs lands og betri nýtingu afurða, þar sem eldsneyti, plast of aðrar iðnaðarvörur yrðu fyrst og fremst framleiddar úr frákasti við matvælaframleiðslu. Við Íslendingar eigum nóg af rýru landi. Þrátt fyrir rysjótt veður síðastliðinn vetur þá bendir flest til hægrar hlýnunar og aukinna möguleika til ræktunar. Menn hafa sýnt vilja til að prófa ýmsa ræktun sem ekki var möguleg fyrir 30 árum, hör, repju, hamp og fleira. Sumt gengur vel, annað gengur kannski ekki fyrr en eftir 30 ár. Áræðnin til að prófa nýja ræktun og framleiðslu er aðdáunarverð og og líkleg til að skila okkur nýjum viðskiptatækifærum og framlegi okkar Íslendinga til þróunar lífhagkerfisins. Höfundur er verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar