Þríeykið skoðaði aðstæður á Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2020 15:55 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sést hér sitja í efrideildarsal þingsins. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést í gættinni sem leiðir inn í þingsal. Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma. Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Hið svokallaða þríeyki, Alma Möller, landlæknir, Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn komu í þinghúsið til að skoða aðstæður þar nú þegar samkomubanni hefur verið aflétt að hluta. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við upphaf þingfundar í dag en eins og greint hefur verið frá tóku breyttar reglur um samkomubann gildi í dag. Nú mega fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu áður en áfram þarf að gæta að því að hafa tvo metra á milli fólks. Steingrímur sagði að búið væri að gera ráðstafanir á Alþingi til að sem flestir þingmenn og ráðherrar geti verið á þingfundi samtímis. Var leitað ráða hjá sóttvarnalækni varðandi útfærsluna. Efrideildarsalur þingsins er nú einnig notaður á þingfundum vegna samkomubannsins og tveggja metra reglunnar.Vísir/Vilhelm „Þingfundarsvæðið hefur verið stækkað og er nú efrideildarsalur ásamt báðum herbergjunum austur og vestur af þingsalnum, þau sem í daglegu tali eru kölluð skjalaherbergi og ráðherraherbergi, hluti af þingfundarsvæðinu. Setið verður í öðru hverju sæti í þingsalnum og bil milli sæta og í hliðarsölum tekur mið af nálægðarreglunni. Sætaskipan er frjáls, þingmenn eiga ekki fast sæti í þingsal eða í hliðarherbergjum. Ráðherrar hafa einir afnot af ráðherrabekkjum og viðbótarsæti fyrir þá eru í skjalaherbergi,“ sagði Steingrímur á þingfundi í dag. Þá verða atkvæðagreiðslur áfram með sama sniði og undanfarnar vikur, að minnsta kosti fyrst um sinn, sem þýðir að þingmenn munu ganga í þingsal einn í einu og greiða atkvæði. Sagði Steingrímur að verið væri að skoða möguleika á þráðlausu atkvæðagreiðslukerfi og að niðurstöðu í það mál væri að vænta innan skamms tíma.
Alþingi Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira