Hefur enga trú á því að faraldurinn blossi aftur upp af fullum krafti samhliða tilslökunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. maí 2020 09:11 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hefur enga trú á því að hegðun Íslendinga, nú þegar slakað hefur verið á aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins, verði með þeim hætti að faraldurinn blossi upp aftur af fullum krafti. Þá megi búast við smávægilegri aukningu í smitum samhliða tilslökunum. Slakað verður á veirutakmörkunum í dag, 4. maí. Fjöldamörk samkomubanns verða hækkuð úr 20 í 50, hægt verður að bjóða upp á ýmsa þjónustu á ný og skólahald á að hefjast með eðlilegum hætti svo eitthvað sé nefnt. Sjálfur átti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, sem ræddi stöðu mála og það sem framundan er í Bítinu á Bylgjunni í morgun, pantaðan tíma í klippingu strax klukkan níu og kvað ekki vanþörf á. Inntur eftir því hvort tilslakanirnar nú gætu e.t.v. haft fleiri smit í för með sér sagði Víðir að svo gæti verið. „Það má alveg búast við því. Það eru vísbendingar um það annars staðar, þar sem menn eru búnir að stíga einhver skref til baka, að þá eru menn að sjá einhverjar hækkanir. Þannig að við búumst alveg við því. Þannig að einhver örfá smit verða enginn heimsendir hjá okkur,“ sagði Víðir. Íslendingar byggju hins vegar að öflugu kerfi. Haldið yrði áfram að reyna að rekja öll smit og gripið yrði til sértækra aðgerða líkt og gert hefur verið í einstökum bæjarfélögum ef upp koma sýkingar. „Ég hef enga trú á því að við hegðum okkur með þeim hætti að þessi faraldur blossi upp af fullum krafti núna. Það getur vel verið þegar frá líður og ef þetta heldur áfram að malla í heiminum að eitthvað komi upp á seinni stigum og við erum undirbúin undir það. En það sem við vonum núna er fyrst og fremst svona staðbundnar hópsýkingar sem við þurfum að vera viðbúin fyrir. En við erum búin að reikna út verstu sviðsmyndir og fara í gegnum þær og vonandi þurfum við ekki að taka upp þau plön,“ sagði Víðir. Upplýsingafundir vegna veirunnar er á dagskrá klukkan tvö í dag. Sambærilegur fundur verður svo á miðvikudag og föstudag. Hlusta má á viðtalið við Víði í heild í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16 Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04 Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Sjá meira
Dvalarheimili í Bandaríkjunum vilja vörn gegn lögsóknum Minnst tuttugu þúsund skjólstæðingar dvalarheimila hafa dáið vegna Covid-19 í Bandaríkjunum og útlit er fyrir að þeim muni fjölga. 3. maí 2020 23:16
Hvað breytist í dag? Samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins hefur verið aflétt að hluta í dag, 4. maí. 4. maí 2020 07:04
Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. 3. maí 2020 20:25