Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 19:30 Sebastian ætlar sér með Fram í úrslitakeppnina að ári. Vísir/Fram Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30
Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49
Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00