Segir Tyrki ekki lengur munu stöðva sýrlenska flóttamenn á leið til Evrópu Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2020 11:31 Á landamærum Tyrklands og Grikklands í Pazarkule. AP/Ergin Yildiz Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu. Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Tyrknesk yfirvöld munu ekki lengur stöðva för sýrlenskra flóttamanna sem reyna að ná til Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir háttsettum en ónafngreindum heimildarmanni innan tyrkneska stjórnkerfisins. Fréttirnar koma í kjölfar þess að 33 tyrkneskir hermenn hið minnsta létu lífið í árásum sýrlenska stjórnarhersins í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem uppreisnarhópar sem njóta stuðnings Tyrkja ráða ríkjum. BBC segir frá því að tyrkneski herinn hafi í kjölfar árás Sýrlandshers ráðist á um tvö hundruð skotmörk sýrlenska hersins. Búist er við að átökin í norðvesturhluta Sýrlands nú komi til með að leiða til nýrrar öldu flóttamanna til Evrópu. Árið 2016 skuldbundu Tyrkir sig til að stöðva för flóttafólks á leið til Evrópu í skiptum fyrir fjárhagslegan stuðning frá Evrópusambandinu. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna hafast nú við í Tyrklandi, en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur ítrekað hótað því að opna landamærin. Í frétt Reuters er haft eftir heimildarmanninum að tyrknesk lögregla, strandgæsla og landamæraverðir hafi fengið boð um að hleypa sýrlenskum flóttamönnum á leið til Evrópu í óhindrað í gegn. Þetta hefur þó ekki fengist opinberlega staðfest. Tyrkneski herinn hefur sent þúsundir hermanna til Sýrlands að undanförnu og hefur Erdogan áður hótað því að hefja stórsókn til að stöðva aðgerðir Sýrlandshers í héraðinu.
Sýrland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Börn og kennarar létust í árásum á skóla og leikskóla í Idlib Að minnsta kosti níu börn og þrír kennarar létu lífið í árásum á tíu skóla og leikskóla í Idlib í Sýrlandi í gær. Ted Chaiban, yfirmaður UNICEF í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku, fordæmir árásirnar og segir fólk orðlaust yfir ofbeldinu. 27. febrúar 2020 12:45