Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 30. apríl 2020 14:30 Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Félagsmál Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag okkar stendur frammi fyrir margvíslegum áskorunum á næstu misserum. Ein þeirra er að grípa viðkvæma hópa sem hafa orðið illa fyrir barðinu á aukaverkunum heimsfaraldursins. Börn og ungmenni eru í þeim hópi, en fjölmörg hafa af ólíkum ástæðum orðið undir. Sum vegna erfiðleika í námi, önnur vegna vanrækslu og enn önnur vegna óviðunandi aðstæðna á heimili. Eftirlit og utanumhald eru þættir sem bresta í ástandi þar sem öll grunnþjónusta skerðist og íþrótta- og tómstundastarf fellur niður. Við verðum áþreifanlega vör við mikilvægi þessara þátta fyrir velferð einstaklinga. Velferð er stórt og yfirgripsmikið mál, enda góð líðan og öryggi forsenda þess að við höldum áfram, af lífskrafti og vilja. Kerfin okkar mega ekki laskast í þessu árferði, við verðum að hlúa að þeim en um leið vera opin fyrir því að hugsa nýjar leiðir og nýta þær farsælu lausnir sem við höfum fundið á undanförnum vikum. Eitt af þeim verkfærum, sem neyðin kenndi okkur að nýta betur, er tæknin. Margir hafa hræðst að bæta meiri tækni inn í krefjandi starfsumhverfi, hvort heldur horft er til skólastarfs eða almennrar stoðþjónustu við börn og ungmenni. Þó hafði hópur fagfólks þegar stokkið inn í nýjan heim og auðveldað þannig aðgengi að fagþjónustu vítt og breytt um landið. Einfaldað aðgengi að námi og þannig styrkt sitt fagumhverfi til muna og hreyft við samferðafólki. Ég trúi því að aðstæðurnar, sem skapast hafa í heimsfaraldrinum, muni sömuleiðis hreyfa við okkur sem samfélagi til lengri tíma litið. Nú reynir á að við höldum áfram að leysa málin og bregðast við aðstæðum. Við munum sjá aukna þörf fyrir ýmis konar þjónustu þar sem börn og ungmenni þurfa aukinn stuðning til þess að taka næstu skref í lífinu. Fleiri munu þurfa á fagþjónustu að halda. Þá þjálfun, sem hefur að einhverju eða jafnvel öllu leyti fallið niður, þarf að vinna upp að nýju. Það gildir ekki síst um viðkvæma hópa eins og fötluð börn og ungmenni, en einnig um fullorðna sem hafa misst af allri félagslegri styrkingu í of langan tíma. Þessum verkefnum þarf að sinna af krafti eins hratt og örugglega og hægt er. Nýtum tæknina og nær óendanlega möguleika hennar til fjarþjónustu til að koma hratt til hjálpar. Það er full ástæða til að óttast að bið eftir hefðbundinni þjónustu muni lengjast, en það má alls ekki gerast. Setjum aukinn kraft og aukið fjarmagn í velferð einstaklinga. Fátt er dýrmætara. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun