Hæstiréttur veitir Sveini Andra áfrýjunarleyfi í máli gegn Skúla í Subway Andri Eysteinsson skrifar 29. apríl 2020 18:14 Mál EK1923 ehf. gegn Sjöstjörnunni ehf. fer nú fyrir Hæstarétt. vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti. Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Hæstiréttur hefur ákveðið að veita Sveini Andra Sveinssyni lögmanni og skiptastjóra EK1923 ehf. leyfi til áfrýjunar í máli Sjöstjörnunnar, fasteignafélags í eigu Skúla Gunnars Sigfússonar sem oft er kenndur við Subway, gegn félaginu. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér. Málið sem snýr að kröfu EK1923 ehf. vegna ráðstöfunar fasteignar sem var í eigu EK1923 ehf. til Sjöstjörnunnar samkvæmt kaupsamningi. Sveinn Andri sóttist eftir því að samningi yrði rift á grundvelli laga um gjaldþrotaskipti Til vara var sótt eftir því að rift yrði þeirri ráðstöfun sem gerð var með skiptingaráætlun í mars 2014 sem samþykkt var á hluthafafundum félaganna í september sama árs. Til þrautavara sóttist EK1923 ehf. eftir því að kaupsamningur yrði efndur og Sjöstjörnunni gert að greiða yfir 200 milljónir króna. Þá lýtur málið einnig að kröfu EK1923 um riftun skuldar upp á 21 milljón króna og staðfestingu kyrrsetningar eigna í eigu Sjöstjörnunnar. Skúli Gunnar Sigfússon, athafnamaður og eigandi Subwaykeðjunnarvísir/gva Dómur féll í Landsrétti í byrjun marsmánaðar og var þar staðfest niðurstaða héraðsdóms er laut að kröfu um riftun greiðslu 15. mars 2016 og endurgreiðslu hennar sem og kyrrsetningu tveggja fasteigna. Kröfum EK1923 var að öðru leyti hafnað með dómi Landsréttar. Nú hefur leyfi verið veitt til áfrýjunar dómsins til Hæstaréttar Ísland. Í rökstuðningi segir „Að virtum gögnum málsins verður að líta svo á að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi að því er varðar þær kröfur leyfisbeiðanda sem lúta að ráðstöfun umræddrar fasteignar til gagnaðila og um skilyrði og framkvæmd kyrrsetningar,“ því sé beiðnin tekin til greina. "Þessi niðurstaða Hæstaréttar er ánægjuleg. Hún hefur það í för með sér að ekki er öll nótt úti enn fyrir kröfuhafana að fá fullar heimtur á á kröfum sínum í búið. En það er ekki sopið kálið þó að í ausuna sé komið, Hæstiréttur á auðvitað eftir að kveða upp sinn dóm, en reikna má með að málflutningur verði í haust," segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður í samtali við Vísi. Sveinn segir jafnframt að eftir tilkomu Landsréttar megi segja að mál geti farið í gegnum fjórar lotur. Héraðsdóm, Landsrétt, áfrýjunarleyfi Hæstaréttar og síðan dóm Hæstaréttar. "Þriðja lotan vannst og nú er bara síðasta lotan eftir," segir lögmaðurinn hinn ánægðasti en átök hans og Skúla, sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum, eiga sér nú orðið alllanga sögu. Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að ranglega Landréttur hefði staðfest niðurstöðu Héraðsdóms. Rétt er að Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms að mestu leyti.
Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira