Telur ferðaþjónustuna ekki standa og falla með ákvörðunum íslenskra yfirvalda Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 15:04 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir (t.h.) ásamt Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni á einum af mörgum upplýsingafundum vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að ákvarðanir stjórnvalda hér á landi um landamæralokanir og sóttkví ráði ekki einar framtíð ferðaþjónustunnar. Ákvarðanir annarra þjóða vegi þar jafnþungt. Ferðamennska í heiminum öllum sé í algjörum lamasessi og þar breyti afstaða íslenskra yfirvalda litlu. Eins og staðan er núna er öllum þeim sem koma til landsins, bæði íslenskum ríkisborgurum og erlendum, skylt að fara í sóttkví í fjórtán daga frá komu. Þessar reglur eru í gildi til 15. maí. Sjá einnig: 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar nú síðdegis að taka þyrfti ákvörðun vel fyrir þann tíma hvort reglunum yrði haldið óbreyttum vikurnar á eftir eða hvort þeim yrði breytt. Hann kvað þessi mál í skoðun hjá embættinu og hagsmunaaðilum, sem ætla má að séu einkum innan ferðaþjónustunnar. Þórólfur sagði að sóttvarnalæknir þyrfti þó að hafa heilsufarsleg sjónarmið til grundvallar í þessum efnum. Þá lagði hann áherslu á að ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um landamæralokanir hefðu engin úrslitaáhrif. „Ég bendi hins vegar á það að ég held að ferðamennskan hér á Íslandi, hún standi ekki og falli núna með því hvort við opnum eða höfum landamærin lokuð. Það er engin ferðamennska í gangi. Það gætu kannski slæðst hingað einstaka ferðamenn eða einstaka hópar en ég held að það yrði ekki í neinum stórum mæli sama hvað við gerðum,“ sagði Þórólfur. „Og ég held að það sé hollt að hafa í huga að þetta er ekki bara um það hvað við ákveðum að gera, heldur hvað aðrar þjóðir gera líka og hvernig þær haga sínum landamæratakmörkunum og svo framvegis.“ Líkt og fram hefur komið hefur ferðaþjónustan þegar farið afar illa úti úr kórónuveirufaraldrinum, sem lamað hefur samgöngur um allan heim. Ljóst er að mörgþúsund manns innan geirans verði sagt upp störfum nú um mánaðamótin.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37 265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Viðbúið að sums staðar verði ekki hægt að framfylgja tveggja metra reglunni Sóttvarnalæknir segir að það sé alls ekki svo að til standi að afnema tveggja metra regluna. 29. apríl 2020 14:37
265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. 29. apríl 2020 12:08
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Annars konar aðgerðir Svíþjóðar virðast kosta mannslíf Yfirvöld Svíþjóðar hafa gripið til töluvert öðruvísi aðgerða en yfirvöld annarra landa Skandinavíu vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Ekki hefur verið gripið til umfangsmikillar félagsforðunar þar í landi. 29. apríl 2020 11:10