265 missa vinnuna í átta hópuppsögnum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2020 12:08 Vinnumálastofnun hefur fengið tilkynningar um átta hópuppsagnir og viðbúið er að þeim muni fjölga. Vísir/Hanna Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Vinnumálastofnun hafa borist átta tilkynningar um hópuppsagnir frá því í gær og er viðbúið að þeim fjölgi í dag og á morgun. 265 missa vinnuna í þessum átta hópuppsögnum og allar nema ein tengjast fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Greiðslur úr atvinnuleysistryggingastjóði gætu dregist um mánaðamótin vegna mikils álags hjá stofnuninni. Forsvarsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu hafa almennt lýst nokkurri ánægju með þær aðgerðir sem ríkisstjórnin greindi frá í gær. Hlutastarfaleiðin verður framlengd út ágúst en lágmarksstarfshlutfall sem miðað er við hækkar úr 25 í 50% í júlí. Þá verða settar tímabundið einfaldari reglur um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og loks gefst fyrirtækjum kostur á að sækja um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, háð skilyrðum. Þetta þýðir að mörg fyrirtæki grípa til þess ráðs að segja upp starfsfólki til að forða rekstrinum frá gjaldþroti. Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40% starfsfólks fyrirtækisins. Íslandshótel gera ráð fyrir að segja upp um 230 af 530 starfsmönnum að því er fram kom í fréttum Rúv í gær og Isavia hefur sagt upp 30 til viðbótar við þær uppsagnir sem þegar var búið að grípa til og enn fleiri verða lækkaðir í starfshlutfalli, svo fátt eitt sé nefnt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru mörg önnur stærri og smærri ferðaþjónustufyrirtæki að grípa til uppsagna í dag og á morgun. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. „Núna þá eru komnar tilkynningar um hópuppsagnir frá átta fyrirtækjum og inni í því eru sem sagt varðar þetta 265 einstaklinga, starfsmenn allt í allt. Þetta er fyrir utan það sem Icelandair mun tilkynna okkur væntanlega í dag eða á morgun,“ segir Unnur í samtali við fréttastofu rétt fyrir hádegi í dag. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Egill Viðbúið sé að tilkynningum um hópuppsagnir muni fjölga. „Þetta eru allt saman fyrirtæki sem tengjast ferðaþjónustunni utan eitt sem er fiskvinnsla. Þar eru 15 manns sem eru í uppsögnum þar og það þá skýrist af loðnubresti og einhverjum aflabresti,“ segir Unnir. Gríðarlegt álag sé á stofnuninni en þegar eru rúmlega fimmtíu þúsund manns á atvinnuleysisskrá eða á hlutabótum. „Við náttúrlega erum að hlaupa eins hratt og við mögulega getum en ég hef nú sagt það áður að ég á nú alveg von á því að það muni einhverjum greiðslum seinka. Ég á ekki von á að við getum verið með þetta upp á punkt og prik og allir verði búnir að fá greitt um mánaðamótin, því miður,“ segir Unnur. „Þetta er fjöldi sem að við höfum aldrei séð áður og ég held að við hefðum aldrei getað undirbúið okkur undir þetta,“ segir Unnur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54 Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf en í lægra starfshlutfalli. 29. apríl 2020 11:54
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46