Lentu 33 sinnum í hrömmunum á Alfreð og Erlingi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2020 12:30 Erlingur Kristjánsson og Sigmar Þröstur Óskarsson lyfta bikarnum á forsíðu Dags á Akureyri en þetta var fyrsti stóri titill handboltaliðs í bænum, Mynd/Dagur KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári. Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira
KA-menn unnu sinn fyrsta stóra titil í handboltanum fyrir aldarfjórðungi síðan þegar karlalið félagsins varð bikarmeistari árið 1995 eftir magnaðan bikarúrslitaleik á móti Val í Laugardalshöllinni. KA vann leikinn 27-26 eftir framlengdan leik eftir að Guðmundur Hrafnkelsson hafði tryggt Valsliðinu framlengingu með því að verja vítakast Valdimars Grímssonar í lok venjulegs leiktíma. Ólafur Sigurgeirsson hjá HB Statz nýtti tækifærið þegar Rúv endursýndi úrslitaleikinn á dögunum og tók saman tölfræðina úr honum. Það sem vakti sérstaka athygli var frammistaða reynsluboltanna í miðri KA-vörninni. Þar spiluðu þeir Alfreð Gíslason og Erlingur Kristjánsson hlið við hlið. Alfreð var spilandi þjálfari liðsins en Erlingur var fyrirliði. Alfreð Gíslason var þarna á 36. aldursári og Erlingur hélt upp á 33 ára afmælið sitt nokkrum mánuðum seinna. Þeir voru því engin unglömb sem handboltamenn á þeim tíma. Valsmenn voru með yngra lið og sigurstranglegra fyrir leikinn enda þar á ferðinni Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. KA-menn höfðu líka aldrei unnið stóran titil en það breyttist þennan dag í Laugardalshöllinni ekki síst vegna frábærrar frammistöðu gömlu mannanna. Við ákváðum að prófa að taka tölfræðina úr bikarleik Vals og KA 95 ?????????https://t.co/5zuw6RIcFUMargt áhugavert að sjá úr þessum svakalega handboltaleik fyrir áhugasama!#handbolti #olisdeildin @Seinnibylgjan @KAakureyri @valurhandbolti @aguststefans @ruvithrottir— HBStatz (@HBSstatz) April 26, 2020 HB Statz sýndi það að Valsmenn lentu 33 sinnum í hrömmum Alfreðs og Erlings í þessum leik og KA liðið var alls með 65 löglegar stöðvanir í leiknum. Erlingur var með sautján lögleg stopp og Alfreð var með sextán. Erlingur gerði ekki mikið í sóknarleiknum en Alfreð var aftur á móti sex mörk úr aðeins níu skotum. Samkvæmt einkunnargjöf HB Statz þá fengu þeir Erlingur og Alfreð báðir tíu í einkunn fyrir varnarleikinn í þessum leik. Maður leiksins var aftur á móti markvörðurinn Sigmar Þröstur Óskarsson sem fékk tíu í heildareinkunn en hann varði 22 skot í leiknum þar af fjögur víti. Sigmar Þröstur var ekkert unglamb heldur enda á 34. aldursári.
Íslenski handboltinn Einu sinni var... Akureyri KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Sjá meira