Seinni bylgjan: „Enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og Steinunn í íslenskum handbolta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. apríl 2020 15:00 Besti leikmaður Olís-deildar kvenna, Steinunn Björnsdóttir. vísir/daníel Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Steinunn Björnsdóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi Seinni bylgjunnar. Hún var valin besti leikmaður Olís-deildar kvenna, besti varnarmaðurinn og var í liði ársins. Þar voru tveir aðrir Framarar; Karen Knútsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir. Þá var Stefán Arnarson valinn besti þjálfarinn en hann gerði Fram að deildar- og bikarmeisturum. Steinunn og Stefán mættu í spjall til Henrys Birgis Gunnarssonar í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar í gær. Þar sló Stefán Steinunni gullhamra. „Ég talaði um að sumir leikmenn í kvennadeildinni væru jafn góðir og karlaleikmenn. Ef þú horfir á báðar deildirnar er enginn sem spilar þessa stöðu jafn vel og hún í íslenskum handbolta,“ sagði Stefán. Hann segir að Steinunn sé mjög metnaðarfull og gefi aldrei neitt eftir. „Hún gefur sig alltaf hundrað prósent í verkefnið. Hún er mjög hörð á sjálfa sig og ef hún gerir mistök vill hún bæta fyrir þau. Hún er frábær varnar- og línumaður, fyrst fram og fyrst aftur. Svo er hún yfirleitt brosandi.“ Sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað Steinunn hefur allan sinn feril leikið með Fram. Hún segist efast um að hún fari út í atvinnumennsku. „Mér líður vel hér, er í flottri vinnu og með fjölskyldu. Það hafa komið tækifæri til að fara út en ekkert mörg. En ég er Framari, bý við hliðina á Fram-heimilinu og sé ekki ástæðu til að fara eitthvað annað,“ sagði Steinunn. „Ég tek bara eitt ár í einu. Maður útilokar ekki að fara út en ég held að það sé fjarlægur draumur.“ Klippa: Seinni bylgjan - Steinunn hlaðin verðlaunum Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Fram Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira