Það var á þessum degi fyrir 30 árum sem Liverpool vann síðast titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2020 15:30 John Barnes og Peter Beardsley voru í stóru hlutverki hjá Liverpool tímabilið 1989-90. Getty/Dan Smith Liverpool varð síðast Englandsmeistari 28. apríl 1990 þegar liðið vann 2-1 sigur á Queens Park Rangers á Anfield. Liverpool átti enn tvo leiki eftir af tímabilinu en Aston Villa gerði á sama tíma 3-3 jafntefli við Norwich og gat ekki lengur náð Liverpool að stigum. Aston Villa endaði í öðru sætinu, níu stigum á eftir Liverpool. Kenny Dalglish var þarna að gera Liverpool að meisturum í þriðja sinn á fimm árum (1986, 1988, 1990) og þetta var átjándi meistaratitill félagsins frá upphafi sem þarna var met. ON THIS DAY: In 1990, Liverpool won their 18th league title after being crowned First Division champions.Exactly 30 years later, they are being made to wait even longer for #19. pic.twitter.com/YP4FQE82zT— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2020 Það voru þeir Ian Rush og John Barnes sem skoruðu mörk Liverpool liðsins í þessum sigri á QPR en sjö dögum fyrr hafði Liverpool liðið unnið 4-1 sigur á Chelsea. Liverpool tapaði fjórum sinnum í sjö leikjum frá 21. október til 29.nóvember en sá slæmi kafli endaði með 4-1 sigri á Manchester City og Liverpool tapaði aðeins einum deildarleik eftir 1. desember. Tveir leikmenn spiluðu alla 38 leiki liðsins á tímabilinu en það voru markvörðurinn Bruce Grobbelaar og miðjumaðurinn Steve McMahon. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish spilaði einn leik en hann spilaði næstsíðasta leik liðsins á móti Derby en þá var titilinn í höfn. You wouldn t have believed that we wouldn t have won a title for three years, never mind 30 years... On this day in 1990 was the last time Liverpool lifted the title. @mattladson asks those at the club what they expected from the 1990s #LFC https://t.co/UWNrT3L64v pic.twitter.com/n6pyuWgNN2— FourFourTwo (@FourFourTwo) April 28, 2020 John Barnes var markahæsti leikmaðurinn á tímabilinu með 22 mörk í 34 deildarleikjum, Ian Rush skoraði 18 mörk í 36 deildarleikjum og Peter Beardsley var með 10 mörk í 29 deildarleikjum. John Barnes var líka með flestar stoðsendingar eða ellefu en Peter Beardsley lagði upp átta mörk. Ian Rush og Steve Nicol voru síðan báðir með sex stoðsendingar. #OnThisDay in 1990, Liverpool clinched its 18th league title. It's been a 30-year drought in the top-flight for the Reds since this triumph. pic.twitter.com/OVOnLsdnCL— Sportstar (@sportstarweb) April 28, 2020 Liverpool endaði í öðru sæti á eftir Arsenal tímabilið á eftir en Kenny Dalglish hætti þá óvænt sem knattspyrnustjóri félagsins 22. febrúar eftir 4-4 jafntefli við Everton. Graeme Souness tók við liðinu í apríl en fram að því sat Ronnie Moran í stjórastólnum. Á næstu þremur tímabilum endaði Liverpool aldrei ofar en sjötta sæti og Graeme Souness sagði á endanum af sér áður en 1993-94 tímabilinu lauk. Liverpool hefur fjórum sinnum endaði í öðru sæti (2001-02, 2008-09, 2013-14 og 2018-19) og var síðan með 25 sitga forystu á toppi deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. watch on YouTube Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Liverpool varð síðast Englandsmeistari 28. apríl 1990 þegar liðið vann 2-1 sigur á Queens Park Rangers á Anfield. Liverpool átti enn tvo leiki eftir af tímabilinu en Aston Villa gerði á sama tíma 3-3 jafntefli við Norwich og gat ekki lengur náð Liverpool að stigum. Aston Villa endaði í öðru sætinu, níu stigum á eftir Liverpool. Kenny Dalglish var þarna að gera Liverpool að meisturum í þriðja sinn á fimm árum (1986, 1988, 1990) og þetta var átjándi meistaratitill félagsins frá upphafi sem þarna var met. ON THIS DAY: In 1990, Liverpool won their 18th league title after being crowned First Division champions.Exactly 30 years later, they are being made to wait even longer for #19. pic.twitter.com/YP4FQE82zT— Squawka Football (@Squawka) April 28, 2020 Það voru þeir Ian Rush og John Barnes sem skoruðu mörk Liverpool liðsins í þessum sigri á QPR en sjö dögum fyrr hafði Liverpool liðið unnið 4-1 sigur á Chelsea. Liverpool tapaði fjórum sinnum í sjö leikjum frá 21. október til 29.nóvember en sá slæmi kafli endaði með 4-1 sigri á Manchester City og Liverpool tapaði aðeins einum deildarleik eftir 1. desember. Tveir leikmenn spiluðu alla 38 leiki liðsins á tímabilinu en það voru markvörðurinn Bruce Grobbelaar og miðjumaðurinn Steve McMahon. Knattspyrnustjórinn Kenny Dalglish spilaði einn leik en hann spilaði næstsíðasta leik liðsins á móti Derby en þá var titilinn í höfn. You wouldn t have believed that we wouldn t have won a title for three years, never mind 30 years... On this day in 1990 was the last time Liverpool lifted the title. @mattladson asks those at the club what they expected from the 1990s #LFC https://t.co/UWNrT3L64v pic.twitter.com/n6pyuWgNN2— FourFourTwo (@FourFourTwo) April 28, 2020 John Barnes var markahæsti leikmaðurinn á tímabilinu með 22 mörk í 34 deildarleikjum, Ian Rush skoraði 18 mörk í 36 deildarleikjum og Peter Beardsley var með 10 mörk í 29 deildarleikjum. John Barnes var líka með flestar stoðsendingar eða ellefu en Peter Beardsley lagði upp átta mörk. Ian Rush og Steve Nicol voru síðan báðir með sex stoðsendingar. #OnThisDay in 1990, Liverpool clinched its 18th league title. It's been a 30-year drought in the top-flight for the Reds since this triumph. pic.twitter.com/OVOnLsdnCL— Sportstar (@sportstarweb) April 28, 2020 Liverpool endaði í öðru sæti á eftir Arsenal tímabilið á eftir en Kenny Dalglish hætti þá óvænt sem knattspyrnustjóri félagsins 22. febrúar eftir 4-4 jafntefli við Everton. Graeme Souness tók við liðinu í apríl en fram að því sat Ronnie Moran í stjórastólnum. Á næstu þremur tímabilum endaði Liverpool aldrei ofar en sjötta sæti og Graeme Souness sagði á endanum af sér áður en 1993-94 tímabilinu lauk. Liverpool hefur fjórum sinnum endaði í öðru sæti (2001-02, 2008-09, 2013-14 og 2018-19) og var síðan með 25 sitga forystu á toppi deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. watch on YouTube
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Í beinni: Liverpool - Bournemouth | Veislan hefst á Anfield Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira