Læknir í framlínu New York borgar fannst látinn Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2020 08:51 Lorna Breen starfaði við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan. Facebook-síða Lornu Breen Læknir sem hefur verið í framlínu yfirvalda í New York í baráttunni gegn kórónuveirunni fannst látin um helgina. Er talið að hún hafi svipt sig lífi. Lorna Breen, sem var forstjóri lækninga við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan, fannst látin á sunnudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglu. „Hún reyndi að sinna starfi sínu og það varð henni að bana,“ hefur New York Times eftir Philip Breen, föður Lornu Breen. New York hefur farið illa út úr faraldri kórónuveirunnar, en af um 56 þúsund skráðum dauðsföllum sem rakin eru til Covid-19 í Bandaríkjunum hafa um 17.500 átt sér stað í New York, eða um þriðjungur. Philip Breen segir dóttur sína ekki hafa glímt við andlega sjúkdóma en að hún hafi verið „fjarlæg“ síðustu dagana og lýst því hvernig sjúklingar hafi látist í hrönnum. „Hún var sannarlega í skotgröfunum í framlínunni.“ Lorna Breen lést í Charlottsville í Virginíu þar sem hún hafði dvalið með fjölskyldu sinni síðustu daga. Hún hafði sjálf smitast af kórónuveirunni en snúið aftur til vinnu eftir að hafa haldið sig heima í eina og hálfa viku. Yfirmenn á sjúkrahúsinu hafi hins vegar vísað henni aftur heim til að hún gæti jafnað sig frekar og hafi fjölskylda hennar farið með hana til Charlottsville. „Tryggið að hylla hana sem hetju. Hún er fórnarlamb líkt og allir aðrir sem hafa látist,“ hefur NYT eftir föður Lornu Breen. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Læknir sem hefur verið í framlínu yfirvalda í New York í baráttunni gegn kórónuveirunni fannst látin um helgina. Er talið að hún hafi svipt sig lífi. Lorna Breen, sem var forstjóri lækninga við New York-Presbyterian Allen sjúkrahúsið á Manhattan, fannst látin á sunnudaginn að því er segir í yfirlýsingu frá lögreglu. „Hún reyndi að sinna starfi sínu og það varð henni að bana,“ hefur New York Times eftir Philip Breen, föður Lornu Breen. New York hefur farið illa út úr faraldri kórónuveirunnar, en af um 56 þúsund skráðum dauðsföllum sem rakin eru til Covid-19 í Bandaríkjunum hafa um 17.500 átt sér stað í New York, eða um þriðjungur. Philip Breen segir dóttur sína ekki hafa glímt við andlega sjúkdóma en að hún hafi verið „fjarlæg“ síðustu dagana og lýst því hvernig sjúklingar hafi látist í hrönnum. „Hún var sannarlega í skotgröfunum í framlínunni.“ Lorna Breen lést í Charlottsville í Virginíu þar sem hún hafði dvalið með fjölskyldu sinni síðustu daga. Hún hafði sjálf smitast af kórónuveirunni en snúið aftur til vinnu eftir að hafa haldið sig heima í eina og hálfa viku. Yfirmenn á sjúkrahúsinu hafi hins vegar vísað henni aftur heim til að hún gæti jafnað sig frekar og hafi fjölskylda hennar farið með hana til Charlottsville. „Tryggið að hylla hana sem hetju. Hún er fórnarlamb líkt og allir aðrir sem hafa látist,“ hefur NYT eftir föður Lornu Breen. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira