Fleiri lifað af gjörgæslumeðferð en upphaflega var gert ráð fyrir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 27. apríl 2020 20:00 Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum. visir/Egill Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Fleiri hafa lifað af gjörgæslumeðferð vegna kórónuveirunnar en upphaflega var gert ráð fyrir. Yfirlæknir segir þá sem hafa komist úr öndunarvél þó eiga langt bataferli framundan. Frá upphafi faraldursins hafa tuttugu og sjö manns hafa þurft á gjörgæslumeðferð að halda vegna kórónuveirunnar. Ekkert tilfelli greindist í gær og hafa nú alls 1.792 smitast. Yfirlæknir bendir á að samkvæmt því hafi um eitt og hálft prósent covid-sjúklinga lent á gjörgæslu. „Það hlutfall er aðeins lægra en upphaflega var reiknað með. Það var upphaflega talið að um 5-7% sjúklinga þyrftu að fara á gjörgæslu,“ segir Martin Ingi Sigurðsson, yfirlæknir í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Landspítalann. Auk þess sem færri hafa þurft að fara á gjörgæslu er dánartíðni meðal þeirra sem veikjast svo alvarlega lægri en upphaflega var gert ráð fyrir. „Af þessum löndum sem upphaflega lýstu gjörgæslumeðferðinni var verið að lýsa 50-90% dánartíðni hjá þeim sem veiktust svo alvarlega að þeir þurftu að koma á gjörgæslu. En talan hjá okkur er í kringum fimmtán prósent. Það er að segja fjórir af 27 sjúklingum hafa látist,“ segir Martin. Heildarfjöldi látinna er þó tíu en að sögn Martins hefur í öðrum tilvikum verið ákveðið að beita ekki gjörgæslumeðferð eftir mat á alvarleika veikinda og ástandi sjúklings. Færri hafa veikst alvarlega og þurft gjörgæslumeðferð en óttast var í upphafi. Þáttaskil voru í faraldrinum á Landspítalanum í morgun. „Eins og staðan er núna erum við ekki með neinn sjúkling á öndunarvél sem er þá í fyrsta sinn í liðlega fimm vikur sem við höfum ekki verið með sjúkling á öndunarvél vegna covid-sjúkdóms,“ segir Martin. Einn sjúkling þurfti að setja aftur á öndunarvél eftir að hafa verið tekinn af henni og sá sem var lengst var í 22 daga. Langt bataferli er framundan hjá fólkinu. „Fólkið sem veiktist verst á mjög langt í land með að ná fyrri heilsu. Það reynir virkilega á líkamann að vera svæfður í öndunarvél. Fólk gengur á sinn eigin vöðvaforða og það tekur sennilega nokkra mánuði og jafnvel lengri tíma fyrir fólk að ná upp fyrri styrk eftir svo langa legu.“ Martin telur að góðan árangur megi meðal annars rekja til greiningar, eftirfylgni og þess að fólk hafi komist strax í viðeigandi meðferð. „Í fyrsta lagi hefur fólk hlýtt tilmælum almannavarna og við höfum ekki fengið yfir okkur yfirþyrmandi smitbylgju sem hefði gert heilbrigðiskerfinu ókleift að sinna þeim sjúklingum sem verða veikir,“ segir hann. Þá hafi margir verið skimaðir auk þess sem skipulagið á spítalanum hafi reynst vel. „Við höfum verið með þessa göngudeild og náð að kalla inn fólk inn til mats sem hefur fundið fyrir versnandi einkennum. Þeir sem hafa síðan versnað hafa átt greitt aðgengi að spítalanum,“ segir Martin. „Þannig það hefur ekki orðið töf. Svona eins og við höfum séð erlendis þar sem fólk bíður hrienlega eftir mati og upphafsmeðferð,“ segir Martin.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira