Krefjast viðræðna við forsætisráðherra um spilakassa Alma Hafsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2020 16:00 Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Hættum að fjárfesta í fortíðinni! Andrés Ingi Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Til ríkisstjórnar Íslands, b/t Katrín Jakobsdóttir Bréf þetta sendum við forsætisráðherra vegna þess að efni bréfsins heyrir undir fleiri en eitt ráðuneyti en það snýr að rekstri spilakassa og spilasala ásamt málefnum spilafíkla. Hinn 16. mars 2020 var tekin ákvörðun um að loka spilasölum og spilakössum vegna smithættu af völdum Covid-19 faraldursins. Nú er komin nokkur reynsla af þessari lokun þó að ekki sé ýkja langt um liðið. Það er sóttvarnaryfirvalda að meta þessa lokun út frá smithættu en ástæða er til að benda jafnframt á aðra þætti sem snerta lýðheilsu, efnahagsleg áhrif og samfélagslega ábyrgð og tengjast þessum mjög svo vafasama rekstri á spilakössum. Samtökin hafa fengið ábendingar frá spilafíklum svo og atvinnurekendum sem staðhæfa að lokun spilakassanna hafi þegar haft merkjanleg mjög jákvæð áhrif. Spilafíklar hafa sagt að lokunin sé þeim sem frelsun og atvinnurekendur, sem hafa í sinni vinnu einstaklinga sem eiga við spilafíkn að stríða, segja að lokunin hafi í för með sér bætta líðan, minni fjarveru og fyrir vikið bættan vinnuanda. Þá hafa aðstandendur spilafíkla sagt að innan veggja heimilis hafi lokunin haft mjög jákvæð áhrif og hafa fjármunir verið að skila sér í heimilisrekstur og í grunnþarfir svo sem greiðslur á húsnæði og matarinnkaup. Á tímum þrenginga og angistar margra þarf að mati samtakanna að hyggja sérstaklega að þessum þætti lýðheilsunnar, andlegri líðan fólks og fjárhagslegum afleiðingum. Hvernig styrkja megi einstaklinga og fjölskyldur og stuðla að velferð í samfélagi okkar almennt. Að sjálfsögðu væri farsælast að opna hvorki fyrir spilun í einstökum spilakössum eða í spilasölum fyrr en búið er að gera viðeigandi breytingar á aðgengi og takmörkunum hvað varðar upphæðir og tíma sem hægt er að eyða í þessa spilakassa. Mikilvægt er að hafa þann hátt á að spilafíklar verði ekki skildir eftir berskjaldaðir að glíma við fíkn sína, eins og því miður hefur verið síðan árið 1993. Samtökin óska því strax eftir viðræðum við stjórnvöld um hvaða fyrirkomulag megi hafa og hvaða reglum beri að hlíta fari svo að banni á spilakassa verði aflétt. Því fyrr sem þessar viðræður gætu hafist þeim mun betra, en það liggur í augum uppi að þær þurfa að eiga sér stað áður en til umræðu kemur hvort og þá hvenær aflétta eigi banninu. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn og skrifar fyrir hönd stjórnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar