Hafna óháðri rannsókn á uppruna kórónuveirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 09:47 Kínversk stjórnvöld vilja ekki að uppruni kórónuveirunnar sé rannsakaður. Hér sést Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína. LI XUEREN/EPA Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu. Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að ráðist verði í óháða rannsókn á uppruna kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, BBC. Þar kemur einnig fram að einn æðsti erindreki Kínverja í Bretlandi, Chen Wen, hafi sagt að kröfur um rannsókn á uppruna veirunnar væru pólitísks eðlis, auk þess sem rannsókn myndi dreifa athygli kínverskra stjórnvalda frá markmiði sínu, að hamla frekari útbreiðslu veirunnar. Veiran er af mörgum talin hafa átt uppruna sinn á matarmarkaði í kínversku borginni Wuhan. Mikill samgangur er á milli dýra og manna á slíkum mörkuðum, og almennt hreinlæti ekki alltaf viðhaft. Þá hafa skotið upp kollinum samsæriskenningar um að veiran hafi verið sköpuð á kínverskri rannsóknarstofu og henni verið „sleppt“ viljandi eða óvart „sloppið.“ Hingað til hafa sérfræðingar þó gefið lítið fyrir slíkar kenningar. Saka Kína um að dreifa lygum og falsfréttum Í skýrslu sem gerð var af Utanríkisþjónustu Evrópusambandsins eru kínversk stjórnvöld sökuð um að dreifa markvisst lygum og falsfréttum um kórónuveirufaraldurinn. Í sömu skýrslu eru Rússnesk stjórnvöld sökuð um að dreifa samsæriskenningum í Evrópusambandinu og nágrannaríkjum þess. Þá hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ítrekað gagnrýnt Kínverja fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Eins hefur eitt ríkja Bandaríkjanna, Missouri, stefnt kínverskum stjórnvöldum fyrir aðgerðarleysi sitt í viðbrögðum við veirunni. Bandarískir dómstólar hafa hins vegar enga lögsögu yfir kínversku stjórnvöldum, og því óljóst hvernig málinu verður haldið til streitu.
Kína Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira