N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2020 16:03 N1 mótið hét áður Esso-mótið og hefur verið fastur liður hjá ungum drengjum í fótbolta. Instagram Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna. Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Stefnt er að því að N1 mótið á Akureyri fari fram í sumar að sögn framkvæmdastjóra KA. Það verður þó með talsvert breyttu sniði og því mögulega seinkað. Vanalega fer mótið fram dagana 1.-4. júlí. Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin. „Við stefnum á að N1 mótið fari fram en við bíðum þó eftir niðustöðum frá almannavörnum varðandi það hvers konar formerkjum það þarf að vera. Það voru nokkur félög meðal annars K.A. Breiðablik, Þróttur, Í.A. og ÍBV, sem eru svona með stærstu krakkamótin, sem hafa verið í samvinnu með KSÍ og almannavörnum um hvað þurfi til að mótin geti farið fram. Við stefnum á að mótin fari fram en það gæti verið að það verði seinkun á þeim og að mótin fari fram með takmörkunum, bæði varðandi fjöldann og fjölda foreldra sem koma með krökkunum“. Þetta segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Í minnisblaði sóttvarnalæknis kemur fram að íþróttamót í leik-og grunnskólum verði heimil en mælst er til þess að þau fari fram án áhorfenda. Ein sviðsmyndin er því sú að sá háttur yrði hafður á núna í sumar að með hverju liði komi aðeins einn þjálfari og liðstjóri, líkt og í gamla daga. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. „Allavega við, Breiðablik og Þróttur, teljum okkur geta skipt upp svæðinu þannig að það myndi aldrei fara yfir þúsund eða tvö þúsund manns á hverju svæði fyrir sig. Við gætum verið á einhverjum þremur, fjórum svæðum í bænum og verið í sjö átta skólum með krakkana.“ Hugmyndin er að mótið fari fram á Akureyrarvelli, KA-svæðinu, í Boganum og jafnvel úti á Hrafnagili. Aðalmálið sé að mótið fari fram. Þrátt fyrir að börnin séu vissulega í fyrsta sæti og mest um vert að þau fái að fjölmenna á mótin þá hafa stórmót eins og N1 haft mikla þýðingu fyrir verslun og þjónustu í bænum. „Þetta er stór punktur. Þetta skiptir gríðarlegu máli fyrir samfélagið okkar hérna fyrir norðan, það hafa verið hér dagar sem veitingastaðir og gistiheimili hafa haft nóg að gera. Við erum í samtali við Þór, en það þau alltaf verið haldin saman N1 mótið og Pollamótið hjá þeim, hvort við ættum í fyrsta skiptið í sumar að slíta þessi mót í sundur til að takmarka fjöldann inn í bæinn og þá kannski um leið að dreifa þessu niður á fleiri helgar fyrir fyrirtækin hérna í bænum.“ Sævar segir að hvernig sem fari í sumar verði farið eftir tilmælum og ráðleggingum almannavarna.
Börn og uppeldi Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri KA Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira