Gríðarlegur fjöldi fanga í Bandaríkjunum gæti leitt til fleiri dauðsfalla vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. apríl 2020 21:56 „Hjálp. Við skiptum líka máli.“ Skilaboð frá fanga í öryggishluta fangageymslu Cook-sýslu í Illinois. Myndin er frá 10. apríl. Vísir/EPA Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Sá mikli fjöldi þeirra fanga sem afplánar nú í fangelsum og fangageymslum víðs vegar um Bandaríkin gæti orðið til þess að dauðsföllum vegna Covid-19 þar í landi myndi fjölga verulega umfram það sem annars yrði, ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar. Veiran gæti dreifst hratt um fangelsi Bandaríkjanna og í samfélög nálægt þeim. Rannsóknin, sem unnin var af Samtökum um borgaraleg réttindi í Bandaríkjunum (ACLU), var gefin út í dag. Þar kemur fram að ef ekki verður gripið til aðgerða til þess að draga verulega úr fjölda fanga í Bandaríkjunum muni það hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. Sú sviðsmynd sem brugðið er upp í rannsókninni er næstum því tvöfalt verri en sú sem Hvíta húsið, skrifstofa forseta Bandaríkjanna, setti fram nýverið, með tilliti til dauðsfalla vegna Covid. Talið er að um 99 þúsund andlát verði hægt að rekja til útbreiðslu veirunnar innan fangelsa í Bandaríkjunum. Þar af eru áætluð 23 þúsund andlát innan fangelsanna, en 76 þúsund í nærliggjandi samfélögum. Ljóst er að önnur ríki heims koma ekki til með að glíma við þetta vandamál á sama skala og Bandaríkin. Um fjögur prósent íbúa heimsins eru Bandaríkjamenn, en um 21 prósent fanga heimsins eru fangelsaðir í Bandaríkjunum. Þannig hýsa Bandarísk fangelsi flesta fanga í heimi, hvort sem miðað er við heildarfjölda eða höfðatölu. Meira en tvær milljónir manna sitja í fangelsi þar í landi. Rannsókn ACLU beinir sjónum sínum sérstaklega að fangageymslum (e. jails) þar sem fólk sem bíður dóma í málum gegn sér er oft og tíðum hýst. Áætlað er að um 740 þúsund manns sitji í slíkum geymslum víðs vegar um Bandaríkin. Skilyrði í slíkum fangageymslum eru sögð geta verið verulega slæm, og jafnvel verri en í ríkisfangelsum. Udi Ofer hjá ACLU segir fjölda fanga vera Akkilesarhæl Bandaríkjamanna í baráttunni við Covid-19. „Það tvennt sem mælt er með að fólk geri, félagsforðun og almennt hreinlæti, er ómögulegt í fangageymslum, hefur Guardian eftir Ofer. Þar vísar hann til þess að erfitt sé að halda tveggja metra fjarlæg milli fanga í slíkum geymslum og segir að hreinlæti sé víða verulega ábótavant. Hér má nálgast nánari umfjöllun um niðurstöður rannsóknarinnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira