Íbúar á hjúkrunarheimilum geta fengið einn gest fyrstu vikuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2020 15:11 Anna Birna Jensdóttir frá Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu á upplýsingafundi almannavarna miðvikudaginn 22. apríl. Lögreglan Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Lagt er til að aðeins einum aðstandanda íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila verði leyft að heimsækja þá fyrstu vikuna eftir að byrjað verður að slaka á heimsóknarbanni sem hefur verið í gildi vegna kórónuveirufaraldursins 4. maí. Byrjað var á að tilkynna aðstandendum í dag hvernig þeir geta pantað heimsóknartíma. Heimsóknarbann á hjúkrunar- og dvalarheimilum var á meðal fyrstu aðgerðanna sem gripið var til við upphaf kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Til stendur að opna fyrir heimsóknir en með verulegum takmörkunum áfram frá og með mánudeginum 4. maí. Anna Birna Jensdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins Sóltúns, sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aðeins einum af nánustu aðstandendum verði leyft að heimsækja hvern íbúa í eitt skipti í viku fyrstu tvær vikurnar eftir að slakað verður á heimsóknarbanninu. Mögulega verði heimsóknum fjölgað upp í tvær á viku ef vel gengur en mögulega þyrfti það að vera sami einstaklingur. Aðstandendur þurfa að panta tíma og hvert og eitt heimili úthlutar þeim svo tíma eftir aðstæðum á hverjum stað. Byrjað var að hafa samband við aðstandendur um það í dag og upplýsingar verða birtar á vefsíðum einstakra heimila. Í leiðbeiningum sem birtar voru á vef Sóltúns í dag kemur fram að hægt verði að byrja að panta heimsóknartíma eftir næstu helgi. Eftir helgi á svo að liggja fyrir frekari útfærsla á því hvernig heimsóknunum sjálfum verður háttað. Anna Birna sagði það gríðarlegt verkefni enda væri áætlað að 2.800 íbúar heimilanna eigi samtals á annan tug þúsunda nánustu aðstandenda. Fylgt inn og út af heimilunum Gestum verður fylgt stystu leið að og frá herbergjum íbúa og mega ekki staldra við í sameiginlegum rýmum. Áfram verður tveggja metra regla í gildi þannig að Anna Birna sagði að fólk yrði að halda aftur af sér með faðmlög og kossa enn sem komið er. Börn yngri en fjórtán ára fá ekki að heimsækja íbúa að svo stöddu. Lagði Anna Birna áherslu á að enginn gæti komið inn á heimilin án heimildar og að enginn ætti að koma þangað í heimsókn sem væri í sókttví, einangrun, að bíða eftir niðurstöðum sýnatöku eða væri með kvef, hósta, hita eða önnur pestareinkenni. Heimsóknirnar verða einnig bundnar við heimilin og geta íbúar því ekki farið í boð heima hjá fjölskyldumeðlimum. Þá sagði Anna Birna einnig að ekki væri mælt með því að aðstandendur færu með íbúa í bíltúr nema þá fyrir læknisheimsóknir sem hefðu þurft að bíða undanfarið. Þrátt fyrir takmarkanirnar sem enn verða í gildi lýsti Anna Birna því sem „rosalegri gjöf“ að hægt væri að opna fyrir heimsóknir aftur. Erlendis hafi ekki alls staðar farið svo vel á hjúkrunar- og öldrunarheimilum. Þakkaði hún íbúum, starfsfólki og ættingjum árangurinn sem hefði náðst í að koma í veg fyrir hópsýkingar á heimilinum hér á landi Smit hafa komið upp á hjúkrunarheimilinu Bergi á Bolungarvík og sagðist Anna Birna ekki vilja að erfiðleikarnir þar endurtækju sig annars staðar. Unni yrði áfram að því að svo yrði ekki. „En þá þurfa allir að vera í liðinu,“ sagði hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira