„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. apríl 2020 12:51 Frá innritunarsal Keflavíkurflugvallar. Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða. Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. Kolbrún H. Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar keyptu ferðina til Egyptalands frá Úrvali-Útsýn og greiddu fyrir hana um eina milljón króna. Í samtali við Vísi segir hún að um draumaferðina hafi verið að ræða, svona „once in a lifetime“ ferð. Fyrir þó nokkru síðan var þó ljóst að ekkert yrði af ferðinni vegna kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Þau fóru þá í það að fá ferðina endurgreidda. Í lok mars fengu þau svar um að ferðin yrði endurgreidd og það tæki um tvær vikur að ljúka því ferli. Skömmu síðar fengu þau þær upplýsingar að ferlið tæki sex til tíu vikur. Óvissa eftir að frumvarp um inneignarnótur var kynnt í gær Í gær var svo nýtt frumvarp kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Kolbrún og maður hennar eru því í nokkurri óvissu um hvort þau fá endurgreiðsluna eða hvort þau fái inneignarnótu, sem þau vilja helst ekki sjá. „Við er enginn banki fyrir ferðaskrifstofur. Maður hefur fullan skilning á stöðunni en ég meina það þarf ekki að mikið að gerast hjá manni sjálfum. Maður er enginn útlánastofnun,“ segir Kolbrún. Ekki hlutverk neytandans að standa undir ferðaskrifstofum Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert. Kolbrún telur hins vegar að það sé ekki hlutverk neytandans að halda þessum fyrirtækjum gangandi. „Ef að ríkið vill standa undir þessum ferðafyrirtækjum þá geta þeir gert það. Það er ekki fólksins í landinu að gera það. Þetta er ekki okkar hlutverk. Við eigum öll um sárt að binda núna. Ég er til dæmis verktaki. Ef að ég þarf að fara í sóttkví verð ég launalaus. Þess vegna munar okkur mikið um þennan pening,“ segir Kolbrún. Þá hafi hún ekki mikinn áhuga á inneignarnótu þar sem að þau hjónin hafi valið að fara til Egyptalands en með inneignarnótu séu þau háð vöruframboði ferðaskrifstofunnar síðar meir, og ekki víst að draumaferðin standi þeim til boða.
Neytendur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira