Tröll herja á fjarfundi alkóhólista í New York Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 12:07 Talsmaður Zoom segir starfsmenn fyrirtækisins miður sín vegna áreitisins. Vísir/Getty Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim. Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Alkóhólistar víða um heim hafa gripið til þess ráðs að halda fjarfundi þar sem mörg ríki hafa sett á samkomubönn vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Í New York í Bandaríkjunum hefur þó orðið uppnám á fjarfundum eftir að nettröll komust inn á þá og áreittu alkóhólista með hatursfullum ummælum gagnvart konum og gyðingum auk þess sem þeir lofuðu áfengi. Í frétt Business Insider segir að margir hópar í New York hafi lent í þessu. Í einum slíkum voru meðlimir að ræða saman þegar maður byrjaði að öskra um gyðinga og konur og það hvað bjór væri góður. Þetta athæfi kallast Zoom bombing þar sem nettröll leita uppi fundi og deila hlekkjum sín á milli sem þeir nota til að skemma fundina. Alríkislögregla Bandaríkjanna gaf út viðvörun vegna þessa á mánudaginn. Þá höfðu fjarfundir skóla víða í Massachusetts orðið fyrir barðinu á tröllum þessum. Ástandið hefur leitt til þess að AA samtökin í New York hafa gefið út sérstakar leiðbeiningar um hvernig koma megi í veg fyrir aðkast sem þetta með forritinu Zoom, sem AA-hópar hafa notað. Talsmaður Zoom sagði í samtali við BI að fyrirtækið væri miður sín vegna þessa frétta og biðlaði til notenda að tilkynna slík tilvik til fyrirtækisins. Þá sagði hann mikilvægt að þeir sem stofnuðu slíka fjarfundi grandskoðuðu stillingar sínar og tryggðu að utanaðkomandi hefðu ekki aðgang að þeim.
Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira