Umræða um launahækkun íslenskra ráðamanna: „Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. apríl 2020 20:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata í ræðustól Alþingis. Vísir/Vilhelm Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni. Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Í óundirbúnum fyrirspurnum á alþingi í dag spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata fjármálaráðherra út í boðaðar launahækkanir æðstu ráðamanna þjóðarinnar 1. maí og hvort ekki væri ástæða til þess að þeim yrði frestað aftur. „Ég hef ekki verið að taka neinar ákvarðanir um þessi efni. Ekki bara yfir höfuð nokkra einustu nema þá að ég lagði til hér við þingið, fyrir nokkrum síðan, að við myndum fresta hækkun sem á að koma til framkvæmda í sumar um sex mánuði,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra leiður á að ræða þessi mál í þingsal „En það sem ég er orðinn leiður á að ræða þessi mál hér í þingsal. Að menn skuli ekki getað komið sér saman um það, yfir höfuð, að finna einhver fyrirkomulag sem að lætur þessa hluti ganga sinn vanagang yfir árin. Við lögðum niður kjaradóm, við lögðum niður kjararáð, og það er stutt síðan við ákváðum að festa viðmið um þessi efni í lög. Það er ekki einu sinni búið að framkvæma eina einustu breytingu á lögunum síðan þetta var ákveðið áður en að menn koma hingað upp í þingsal og ætla að slá sig til riddara með því að taka málin upp að nýju,“ sagði Bjarni. Þykir ekki leiðinlegt að pirra hæstviran fjármálaráðherra „Herra forseti, það sem ég mundi segja að mér þætti leiðinlegt að hafa pirrað hæstvirtan fjármálaráðherra, en mér þykir það bara ekkert leiðinlegt. Hæstvirtur fjármálaráðherra pirrast yfir minnstu hlutum,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og spurði svo. „Hver er afstaða hæstvirts fjármálaráðherra til þeirrar kröfu að þingmenn og ráðherrar hækki ekki í launum á sama tíma og við stefnum í djúpa efnahagskreppu? „Þetta er sanngjörn spurning sem að er borin hér upp. hvað finnst mér um það að æðstu embættismenn ríkisins tækju á sig launaskerðingar núna við þessar aðstæður til þess að sýna gott fordæmi og fylgja öðrum í samfélaginu. Mér finnst það vel koma til greina,“ svaraði Bjarni.
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00 Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00 Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Jóhanna lækkaði hæstu laun innan kerfisins vegna kreppunnar Liður í tiltekt Jóhönnu Sigurðardóttur í kjölfar fjármálahruns var að lækka laun æðstu embættismanna ríkisins. 15. apríl 2020 15:00
Forsætisráðherra segist hafa fullan skilning á því að launahækkanir ráðamanna valdi uppnámi Katrín Jakobsdóttir bendir á að laun ráðmanna fylgi launaþróun almenna og opinbera markaðarins, geti hækkað og lækkað. 8. apríl 2020 20:00
Launahækkanir ráðamanna með ólíkindum á tímum verkfalla og kórónuveiru Formaður Eflingar segir launahækkanir ráðamanna sýna fram á fáránleika þeirrar beiðni stjórnvalda að allir standi saman átímum kórónuveiru. Hluti þjóðarinnar fái hækkun á ofurlaunum ámeðan meirihlutinn sjái fram áatvinnuleysi, launalækkanir og erfiðari aðstæður í starfi. 8. apríl 2020 12:14