Matarlystin minnkað hjá Gylfa sem æfir eins og kostur er Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Alexandra Helga Ívarsdóttir og hundurinn þeirra hafa það náðugt. INSTAGRAM/@ALEXANDRAHELGA Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“ Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson sinnir þeim æfingum heima hjá sér sem þjálfarar Everton setja upp fyrir hann og notar sérstakt app til að þeir geti fylgst með því hvernig honum gengur. Enn er óvíst hvort og hvenær keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram en Gylfi hefur átt fast sæti í byrjunarliði Everton frá því að Carlo Ancelotti tók við því í desember. Hann var farinn að læra betur á sitt nýja hlutverk aftar á miðjunni þegar öllu var skellt í lás vegna kórónuveirunnar fyrr í þessum mánuði. „Það er margt sem ég þarf að hugsa um í leikjum sem ég hef ekki hugsað um áður. Þegar við sækjum þarf ég að halda mig aftar og tryggja að við getum varist ef við missum boltann. Það sem ég elska er að skora mörk og komast inn í vítateiginn, taka við fyrirgjöfum og vera á réttum stað þegar boltinn kemur. Það hefur alltaf verið mitt takmark að sækja og skora mörk. Það tók því nokkra leiki að venjast öðru hlutverki en ég er farinn að njóta þess,“ sagði Gylfi við vef Everton. Ekki verið ánægður í þessari stöðu fyrir fimm árum „Ef að þetta hefði gerst fyrir 5-6 árum þá hefði ég ekki verið ánægður. En þegar maður þroskast og fær meiri reynslu þá er það góð áskorun að spila í nýrri stöðu og hugsa um allt aðra hluti. Carlo er mjög reyndur og sigursæll stjóri og samband okkar er gott. Það er gott að vera í liðinu hans og ef að maður fær að spila þá er maður ánægður,“ sagði Gylfi. Gylfi er í löngu viðtali á vef Everton og talar meðal annars fallega um það hvernig félagið hefur hjálpað samfélaginu í Liverpool á þessum erfiðu tímum. Segir hann samband Everton við samfélagið á margan hátt einstakt. Lífið hjá íslenska landsliðsmanninum er rólegt þessa dagana eins og gefur að skilja en Gylfi kveðst heppinn að hafa líkamsræktaraðstöðu heima hjá sér og eiga þannig auðvelt með að fylgja æfingaáætlun. Hann geti hins vegar ekki æft langar sendingar og aukaspyrnur eins og hann sé vanur að gera. Gylfi segist hafa klárað allar helstu Netflix-seríurnar og er búinn að ná sér í Amazon Prime til að geta séð aðra sjónvarpsþætti. Hann gætir vel að mataræðinu í þessu ótímabundna fótboltahléi og er þar heppinn að vera giftur Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. „Konan mín er mjög góður kokkur og getur eldað hvað sem er, svo að ég er í góðum höndum,“ sagði Gylfi, en bætti við: „Ég borða mikið en eftir að við hættum að æfa [á liðsæfingum] hef ég ekki haft sömu matarlyst.“
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30 Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46 Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Gylfi æfir einn en kvartar ekki yfir að þurfa að vera heima: Ég er svo vel giftur Gylfi Þór Sigurðsson kvartar ekki yfir því að þurfa eyða öllum tímanum sínum heima hjá eiginkonunni en næsta æfing Everton er ekki fyrr en eftir þrjár vikur. 25. mars 2020 09:30
Gylfi og félagar í Everton komnir í sóttkví Allir leikmenn Everton og þjálfarateymi er komið í sóttkví eftir að leikmaður liðsins sýndi merki þess að vera með kórónuveiruna. 13. mars 2020 09:46
Liðfélagi Gylfa segir alla tilbúna til að spila fram í ágúst Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni vilja flestir klára tímabilið og ef það á að takast þá gæti tímabilið mögulega dregist í marga mánuði til viðbótar. 23. mars 2020 12:15