Rafmagnað andrúmsloft þegar örlögin ráðast á ritstjórn DV Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 12:19 Starfsfólk á ritstjórn DV fær að vita örlög sín í dag. Vísir/Vilhelm Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Til stendur að kynna nýjan ritstjóra DV, mögulega strax í dag. Samkeppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. „Ég geng mjög sátt frá borði. Er mjög ánægð með þennan tíma. Við höfum afrekað ótrúlega hluti þetta litla teymi. Ég vona bara að öllum gangi vel. Þetta er erfiður dagur en vonandi kemur eithvað gott út úr honum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV í stuttu samtali við Vísi. Lilja Katrín og Guðmundur ætla að snúa sér að einhverju öðru. Þau skilja sátt eftir dvölina á DV.Vísir/Vilhelm Lestur DV hefur aldrei verið meiri en undanfarnar vikur. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Bæði áttu þess kost að halda áfram störfum en þau afþökkuðu boð Torgs. Ganga á vit örlaga sinna Samkvæmt heimildum Vísis fundar Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, í dag með starfsmönnum DV, einum í einu. Starfsmenn ritstjórnar eru á þriðja tug. Fólk gengur inn í herbergi til fundar við Karl óvíst um stöðu sína. Mun andrúmsloftið vera rafmagnað. Sumum býðst áframhaldandi starf hjá Torgi, nýjum eiganda DV, en öðrum ekki. Þeim sem býðst áframhaldandi starf og hafa áhuga á því er boðið til fundar hjá framkvæmdastjóra Torgs á Hafnartorgi. Karl birti mynd á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagðist vera að taka niður fallega mynd á skrifstofunni sinni. Í samtali við Vísi sagði hann flutningana niður á Hafnartorg verða í kringum mánaðamótin en ekki væri hans að segja frá útfærslunni. „Torg er búið að kaupa miðlana og þeirra að svara því hvernig þeir ætli að haga sínu starfi og sinni útgáfu,“ sagði Karl. Verið væri að vinna að því að ganga frá lausum endum hjá Frjálsri fjölmiðlun. Karl vildi ekkert segja um stöðu sína. Hann hefur þó samkvæmt heimildum Vísis gert fólki hjá Frjálsri fjölmiðlun það ljóst að hans hugur stefnir ekki á Hafnartorg. Fjölmargir fyrrverandi blaðamenn DV standa þegar vaktina á ritstjórn Fréttablaðsins og Hringbrautar. Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, flutti sig á dögunum á Hafnartorg. Skrifstofur Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV við Hafnartorg.Vísir/Vilhelm Ari Brynjólfsson er orðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu en auk þeirra eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva á ritstjórninni auk vefritstjórans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Við bættust kaupin á DV í desember sem fengu grænt ljós í liðinni viku. Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Ritstjóri DV er hættur störfum og aðrir starfsmenn bíða þess ýmist að fá þau skilaboð að starfskrafta þeirra sé óskað hjá nýjum vinnuveitendum eða ekki. Andrúmsloftið er rafmagnað á skrifstofu DV á Suðurlandsbraut í dag. Til stendur að kynna nýjan ritstjóra DV, mögulega strax í dag. Samkeppniseftirlitið lagði í síðustu viku blessun sína á kaup Torgs ehf, útgáfufélags Fréttablaðsins og Hringbrautar, á Frjálsri fjölmiðlun sem gefur út DV og samnefndan vef. „Ég geng mjög sátt frá borði. Er mjög ánægð með þennan tíma. Við höfum afrekað ótrúlega hluti þetta litla teymi. Ég vona bara að öllum gangi vel. Þetta er erfiður dagur en vonandi kemur eithvað gott út úr honum,“ segir Lilja Katrín Gunnarsdóttir ritstjóri DV í stuttu samtali við Vísi. Lilja Katrín og Guðmundur ætla að snúa sér að einhverju öðru. Þau skilja sátt eftir dvölina á DV.Vísir/Vilhelm Lestur DV hefur aldrei verið meiri en undanfarnar vikur. Guðmundur R. Einarsson, markaðs- og þróunarstjóri DV, er sömuleiðis hættur störfum. Bæði áttu þess kost að halda áfram störfum en þau afþökkuðu boð Torgs. Ganga á vit örlaga sinna Samkvæmt heimildum Vísis fundar Karl Garðarsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar, í dag með starfsmönnum DV, einum í einu. Starfsmenn ritstjórnar eru á þriðja tug. Fólk gengur inn í herbergi til fundar við Karl óvíst um stöðu sína. Mun andrúmsloftið vera rafmagnað. Sumum býðst áframhaldandi starf hjá Torgi, nýjum eiganda DV, en öðrum ekki. Þeim sem býðst áframhaldandi starf og hafa áhuga á því er boðið til fundar hjá framkvæmdastjóra Torgs á Hafnartorgi. Karl birti mynd á Facebook fyrir helgi þar sem hann sagðist vera að taka niður fallega mynd á skrifstofunni sinni. Í samtali við Vísi sagði hann flutningana niður á Hafnartorg verða í kringum mánaðamótin en ekki væri hans að segja frá útfærslunni. „Torg er búið að kaupa miðlana og þeirra að svara því hvernig þeir ætli að haga sínu starfi og sinni útgáfu,“ sagði Karl. Verið væri að vinna að því að ganga frá lausum endum hjá Frjálsri fjölmiðlun. Karl vildi ekkert segja um stöðu sína. Hann hefur þó samkvæmt heimildum Vísis gert fólki hjá Frjálsri fjölmiðlun það ljóst að hans hugur stefnir ekki á Hafnartorg. Fjölmargir fyrrverandi blaðamenn DV standa þegar vaktina á ritstjórn Fréttablaðsins og Hringbrautar. Einar Þór Sigurðsson, aðstoðarritstjóri á DV, flutti sig á dögunum á Hafnartorg. Skrifstofur Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV við Hafnartorg.Vísir/Vilhelm Ari Brynjólfsson er orðinn fréttastjóri á Fréttablaðinu en auk þeirra eru Björn Þorfinnsson, Kristinn Haukur Guðnason og Aníta Estíva á ritstjórninni auk vefritstjórans Kristjóns Kormáks Guðjónssonar. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og nú DV. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Við bættust kaupin á DV í desember sem fengu grænt ljós í liðinni viku.
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent