Slæmar fréttir fyrir Liverpool og níu fingurna á titlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 09:39 Trent Alexander-Arnold og félagar í Liverpool þurfa væntanlega að byrja upp á nýtt næsta haust. Getty/Charlotte Wilson Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Liverpool er aðeins sex stigum frá fyrsta meistaratitlinum sínum í þrjátíu ár en það er eins og umræðan um lokaleikina sé að breytast meðal félaganna tuttugu í ensku úrvalsdeildinni. Enska úrvalsdeildin hefur ekki flautað tímabilið af en það lítur út fyrir að fleiri og fleiri félög séu að komast á þá skoðun að það eina rétta í stöðunni sé að enda fótboltaleiktíðina í dag. Ástandið í Englandi vegna kórónuveirunnar versnar dag frá degi og það er ekki líklegt að ástandið lagist mikið í bráð. Enska úrvalsdeildin hefur frestað öllum leikjum til 30. apríl en félögin hafa miðað við það að hefja aftur æfingar um miðjan aprílmánuð. Á neyðarfundinum á dögunum var mikill meirihluti fyrir því að klára síðustu níu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni þó að lið eins og West Ham og Brighton hafi verið á móti því. 'It s just not important...People are on ventilators dying and yet we re playing a game.'Several teams have now had a change of heart - and it's bad news for Liverpool https://t.co/yqoouAvFNT— GiveMeSport (@GiveMeSport) March 27, 2020 Samkvæmt heimildum og frétt The Athletic er nú komið annað hljóð í strokkinn í þessu máli. Fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni vilja nú stroka tímabilið út og það vegna siðferðilegra ástæðna. Fólk í Englandi er að deyja eftir að hafa fengið covid-19 sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Einn af heimildamönnum The Athletic sagði: „Það er algjörlega augljóst hvað er að fara að gerasst. Þetta er heimsfaraldur. Við byrjum tímabilið upp á nýtt og það tapa ekki margir. Liverpool vissulega. Ég veit það. Í stóra samhenginu þá skiptir það bara engu máli.“ „Við lítum út eins og uppstökk og fáranleg börn núna. Ég trúi því ákaft að við séum að fara ranga leið,“ sagði annar. „Staðreyndin er að yfirmenn ensku úrvalsdeildarinnar eru ekki eins mikilvægir og sendingamaður Tesco í dag. Við rekum leik. Ekki meira né minna. Það er bara ekki staður né stund fyrir íþróttir í dag,“ sagði sá þriðji. „Það er bara móðgun að við séum að tala um þetta. Þetta skiptir ekki máli. Mér finnst þessi umræða bara móðgandi. Fólk er deyjandi í önduanrvélum og við ætlum að fara að spila leiki. Ég er undrandi á þessari umræðu,“ sagði einn til viðbótar við blaðamann The Athletic. Það fer ekki á milli mála að fleiri og fleiri félög í ensku úrvalsdeildinni eru komin á þá skoðun að flauta tímabilið af og fórna titli Liverpool. Enska úrvalsdeildin mun hins vegar verða af gríðarlegum tekjum fari leikirnir ekki fram og það er það sem fyrst og fremst heldur voninni um að enska úrvalsdeildinni 2019-20 verði kláruð.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira