Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2020 21:58 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, segir ákvarðanir þjóðarleiðtoga um þessar mundir muna hafa áhrif áratugi fram í tímann. epa/SALVATORE DI NOLFI Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag. Ítrekaði hann hve smituðum hefur fjölgað hratt frá því veiran stakk fyrst upp kollinum. Það tók 67 daga að staðfesta fyrstu hundrað þúsund smitin. Ellefu daga að staðfesta næstu hundrað þúsund smitin. Þriðju hundruð þúsundin tóku einungis fjóra daga og þau fjórðu tvo. Nú er staðan sú á heimsvísu að rúmlega 526 þúsund hafa smitast, svo vitað sé, og tæplega 24 þúsund dáið. Rúmlega 120 þúsund hafa jafnað sig af sjúkdómnum, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum. Flest smit hafa nú verið staðfest í Bandaríkjunum. Í ræðu sinni sagði Ghebreyesus að einungis tíminn gæti leitt í ljós hver heildarkostnaður heimsins yrði vegna faraldursins. Sama hve hár hann verður sagði Ghebreyesus að ylti á ákvörðunum þjóðarleiðtoga á næstu dögum og sagði hann að þær ákvarðanir myndu hafa afleiðingar áratugi fram í tímann. Besta leiðin til að vernda mannslíf, lífsviðurværi fólks og efnahagi er samkvæmt Ghebreyesus að stoppa faraldurinn. Það verði einungis gert með umfangsmiklum og afgerandi aðgerðum. „Berjist. Berjist af hörku. Berjist eins og fjandinn sjálfur. Berjist eins og líf ykkar velti á því, því þau gera það,“ sagði Ghebreyesus. Hann kallaði einnig eftir samstöðu á heimsvísu og að ríki heimsins tækju höndum saman varðandi framleiðslu nauðsynja eins og hlífðarbúnaðar fyrir heilbrigðisstarfsmenn. Honoured to address the @g20org Extraordinary Summit on #COVID19, chaired by @KingSalman. I asked them to:1. Fight like our lives depend on it, because they do.2. Unite. We will only get out of this together.3. Ignite a global movement to ensure this never happens again.— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) March 26, 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira