Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2020 08:51 Chrisse France, forstjóri Preterm, annasömustu heilsugæslustöðvarinnar sem framkvæmir þungunarrof í Ohio. Yfirvöld þar segja að stöðva beri þungunarrof á meðan á faraldrinum stendur þar sem þau telja það ónauðsynlega aðgerð. AP/Tony Dejak Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira
Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum. Báðum ríkjum er stjórnað af repúblikönum og hafa ströng lög um þungunarrof. Það er bannað eftir tuttugustu viku eftir frjóvgun í Texas og konur þurfa að fara í ráðgjöf um önnur úrræði áður en þær fá að fara í þungunarrof. Bæði ríki hafa jafnframt samþykkt enn strangari löggjöf sem myndi banna þungunarrof í nær öllum tilfellum en dómstólar hafa stöðvað gildistöku hennar. Til að bregðast við álagi sem kórónuveirufaraldurinn skapar fyrir heilbrigðisþjónustu hafa bæði ríkin gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið valkvæðar aðgerðir þangað til í apríl, þar á meðal þungunarrof. Hægt er að sekta eða jafnvel fangelsa þá sem brjóta gegn tilskipuninni í Texas, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, segir að allar „ónauðsynlegar“ þungunarrofsaðgerðir verði bannaðar eftir að Greg Abbott stöðvaði valkvæðar aðgerðir um helgina. Þungunarrof verður aðeins framkvæmt til að bjarga lífi eða heilsu móður, að sögn AP-fréttastofunnar. Í Ohio segjast heilsugæslustöðvar þar sem þungunarrof er framkvæmt ætla að halda því áfram þar sem þær telja sig uppfylla skipanir ríkisstjórans þar. Frestun getur aukið hættu eða gert þjónustuna óaðgengilega Ýmis samtök bandaríska kvensjúkdómslækna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í síðustu viku þar sem þau hvöttu til þess að þungunarrof héldi áfram þrátt fyrir faraldurinn. „Þetta er einnig þjónusta þar sem tíminn ræður miklu og frestun um nokkrar vikur, eða í sumum tilfellum daga, getur aukið áhættu eða mögulega gert hana algerlega óaðgengilega. Afleiðingarnar af því að komast ekki í þungunarrof hafa djúpstæð áhrif á líf, heilsu og velferð fólks,“ sögðu samtökin sem bentu á að flestar aðgerðir af þessu tagi fara ekki fram á sjúkrahúsum þar sem tekið er við COVID-19-sjúklingum. Samtök sem styðja rétt kvenna til þungunarrofs mótmæla ákvörðun ríkjanna einnig og segja að líta ætti á þungunarrof sem nauðsynlega aðgerð. Ein þeirra saka Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, um að notfæra sér faraldurinn í þágu eigin hugmyndafræði um að þrengja að þungunarrofi. Hópar sem vilja banna þungunarrof hafa hvatt félaga sína til þess að þrýsta á ríkisstjóra um öll Bandaríkin að stöðva þungunarrof í faraldrinum á þeim forsendum að það séu ónauðsynlegar aðgerðir.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þungunarrof Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Fleiri fréttir Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Sjá meira