Varaði Ólaf, Teit og félaga við að skrifa undir | „Lygar og blekkingaleikur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. mars 2020 23:00 Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad og hefur fagnað fjölda titla með félaginu. VÍSIR/EPA Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt. Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Sjá meira
Sænska handknattleiksstórveldið Kristianstad hugðist frá og með morgundeginum byrja að nýta sér neyðarúrræði stjórnvalda til að stórlækka launakostnað sinn. Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson eru leikmenn Kristianstad sem fundið hefur vel fyrir efnahagslegum afleiðingum kórónuveirunnar, eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Úrslitakeppnin í Svíþjóð var blásin af vegna veirunnar. Samkvæmt Aftonbladet fela neyðaraðgerðir stjórnvalda í sér að hægt sé að hálfpartinn „taka“ starfsmenn af hefðbundinni launaskrá félaga í ákveðinn tíma en að þeir fái 90% venjulegra mánaðarlauna sinna áfram greidd með aðstoð bótasjóðs, þó að hámarki 44.000 sænskar krónur. Kristianstad tilkynnti leikmönnum á föstudag að félagið ætlaði að nýta sér þetta ráð en það féll illa í kramið hjá leikmannasamtökum: „Þetta eru lygar og blekkingaleikur. Staðreyndin er að það er ekkert samkomulag í höfn á milli samtaka vinnuveitenda og starfsmannasamtaka um að hægt sé að færa leikmenn af launaskrá tímabundið,“ sagði Martin Klette, lögfræðingur leikmannasamtakanna í Svíþjóð. „Maður getur ekki verið á undan regluverkinu. IFK Kristianstad getur ekki búið til sínar eigin reglur,“ sagði Arne Johansson, formaður samtaka handboltamanna í Svíþjóð. Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson er með samning við Kristianstad sem gildir til ársins 2022.VÍSIR/EPA Klette segir leikmenn Kristianstad ekki hafa samþykkt áætlanir félagsins af fúsum og frjálsum vilja. Þeir verði að gæta þess hvað þeir skrifi undir enda geti þeir verið að fórna 20% launa sinna. Það sé í góðu lagi að þeir taki á sig launalækkun vegna stöðunnar en bara ef þeir vilji það sjálfir. Undir kvöld fékk Aftonbladet svo svör frá forráðamönnum Kristianstad, eftir að hafa birt frétt um málið, þar sem fullyrt var að félagið myndi ekki fara gegn neinum reglum eða lögum. Félagið væri hins vegar í startholunum og tilbúið að nýta sér úrræðið þegar allt væri komið á hreint. Leikmenn fengu svo skilaboð frá stjórn félagsins í kvöld þar sem beðist var afsökunar á því að hlutirnir hefðu verið settir fram á rangan hátt og að aldrei hefði staðið til að þvinga leikmenn til að skrifa undir neitt.
Sænski handboltinn Tengdar fréttir Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Sjá meira
Handboltaleiktíð Svía lokið vegna kórónuveirunnar Sænska handknattleikssambandið tilkynnti nú í kvöld að leiktíðinni væri lokið í sænskum handbolta, vegna kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. 16. mars 2020 20:38