Íris: „Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu“ Atli Ísleifsson skrifar 21. mars 2020 23:28 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. „Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ Þetta segir Íris í pistli þar sem hún ávarpar Eyjamenn, en fyrr í kvöld var var tilkynnt að aðgerðastjórn almannavarna hefði hert reglur um samkomubann í Eyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Tóku reglurnar gildi klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Íbúar þurfa að aðlagast Íris segir að á hverjum degi og jafnvel oft á dag þurfi íbúar við að tileinka sé nýja hluti og bregðast við aðstæðum sem stöðugt breytast. Jafnvel hafa íbúar þurft að aðlagast kringumstæðum sem þeir fyrir nokkrum vikum hefðu ekki getað ímyndað sér að kæmu upp. Hertar reglur í okkar eigin þágu „Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag,“ segir Írís sem lýkur færslunni á að senda öllum Eyjamönnum rafrænt faðmlag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir ástandið sem Eyjamenn nú lifa vera ólíkt öllu öðru sem þeir hafi áður þekkt. „Af því leiðir að við getum ekki nema að takmörkuðu leyti notfært okkur fyrri reynslu til að takast á við þetta; hún er ekki fyrir hendi. Þetta hefur ekki gerst áður. Ekki svona.“ Þetta segir Íris í pistli þar sem hún ávarpar Eyjamenn, en fyrr í kvöld var var tilkynnt að aðgerðastjórn almannavarna hefði hert reglur um samkomubann í Eyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. Tóku reglurnar gildi klukkan 18. Staðfest smit kórónuveirunnar í Vestmannaeyjum eru nú orðin 11 hið minnsta og eru að minnsta kosti 282 Eyjamenn í sóttkví, að því er fram kom í frétt Vísis í gærkvöldi. Íbúar þurfa að aðlagast Íris segir að á hverjum degi og jafnvel oft á dag þurfi íbúar við að tileinka sé nýja hluti og bregðast við aðstæðum sem stöðugt breytast. Jafnvel hafa íbúar þurft að aðlagast kringumstæðum sem þeir fyrir nokkrum vikum hefðu ekki getað ímyndað sér að kæmu upp. Hertar reglur í okkar eigin þágu „Í dag eru kynntar hertar aðgerðir sem fela í sér talsverðar breytingar á daglegu lífi okkar hér í Eyjum. Hertar reglur um samkomubann eru í okkar eigin þágu. Það skiptir miklu máli að við tökum höndum saman um þetta stóra samfélagsverkefni og förum að þeim fyrirmælum og tilmælum sem gefin eru hverju sinni sinni. En við verðum samt að muna að þetta tekur enda og það kemur bráðum sól og sumar. Höldum ró okkar og sýnum þann samtakamátt og samhug sem einkennir okkar góða og kraftmikla samfélag,“ segir Írís sem lýkur færslunni á að senda öllum Eyjamönnum rafrænt faðmlag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vestmannaeyjar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45 Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Aðgerðastjórn almannavarna hafa hert reglur um samkomubann í Vestmannaeyjum. Allir viðburðir þar sem tíu eða fleiri koma saman eru nú bannaðir. 21. mars 2020 17:45
Lækka fjölda þeirra sem mega koma saman verulega: Miklar líkur á að sundlaugum og líkamsræktarstöðvum verði lokað Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður lækkaður verulega niður úr hundrað í hertum aðgerðum sem ætlað er að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. 21. mars 2020 18:48