Einn af hverjum fimm skikkaður heim í hertum aðgerðum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2020 09:02 Frá Times Square í New York í gær, 20. mars. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldri kórónuveiru af ríkjum Bandaríkjanna. Vísir/getty Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Fjölmörg ríki Bandaríkjanna hafa nú komið á hálfgerðu útgöngubanni vegna kórónuveirunnar en talið er að hlutfall Bandaríkjamanna sem gert verður að sæta tilmælum um slíkt muni fljótlega nema um einum af hverjum fimm. Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gert íbúum að halda sig heima til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar og nú gildir hið sama í Connecticut, New Jersey, New York og Illinois. Því er þannig beint til íbúa að fara ekki út nema til þess að versla mat, lyf eða eldsneyti. Í flestum þessara ríkja hefur fyrirtækjum, sem ekki sinna „nauðsynlegri“ þjónustu, verið gert að loka og starfsmönnum að vinna heima. Hið sama gildir í Pennsylvaníu. Þessar ráðstafanir hafa ýmist tekið gildi eða munu taka gildi næstu daga. Sjá einnig: Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Dauðsföll af völdum veirunnar í Bandaríkjunum eru orðin 230 og rúmlega 18 þúsund smit hafa verið staðfest. New York-ríki hefur farið verst út úr faraldrinum til þessa en þar hafa sjö þúsund tilfelli greinst. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti í gær yfir hörmungarástandi í ríkinu, sem tryggir frekara fjármagn til að veita í baráttuna gegn veirunni. Hann sagði þó á blaðamannafundi að landlægt útgöngubann væri ekki í kortunum að svo stöddu og bætti við að Bandaríkin væru að „vinna“ stríðið gegn veirunni. Forsetinn hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir seinagang í aðgerðum sínum vegna faraldursins, sem og fyrir að hafa gert lítið úr alvarleika málsins lengi framan af. Alls hafa nú yfir 270 þúsund tilfelli af kórónuveirunni greinst á heimsvísu og yfir ellefu þúsund hafa látist. Faraldurinn er nú skæðastur í Evrópu, einkum sunnarlega í álfunni. Yfirvöld í ýmsum Evrópuríkjum hertu aðgerðir sínar gegn veirunni í gær. Þannig gáfu yfirvöld á Spáni það út að hermenn myndu gæta þess að enginn væri á ferli utandyra án þess að hafa til þess góða ástæðu, og þá er Bæjaraland orðið fyrst ríkja í Þýskalandi til að koma á útgöngubanni. Frétt BBC.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42 35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07 Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Sjá meira
Starfsmaður á skrifstofu Pence smitaður Einn starfsmanna á skrifstofu varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, hefur verið greindur með kórónuveirusmit. 20. mars 2020 23:42
35 látnir af völdum COVID-19 á sama hjúkrunarheimilinu í Bandaríkjunum 35 íbúar á sama hjúkrunarheimilinu fyrir utan Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna hafa látist af völdum COVID-19. 19. mars 2020 11:07
Trump líkir kórónuveirufaraldrinum við stríðsástand Búið er að loka landamærum Kanada og Bandaríkjanna fyrir allri óþarfa umferð vegna kórónuveirunnar. Þá hefur Donald Trump, Bandaríkjaforseti, virkjað neyðarlög vegna faraldursins. 18. mars 2020 20:23
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00