Alþingi komið á neyðaráætlun Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 20:49 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Starfsáætlun Alþingis hefur í fyrsta sinn verið tekin úr sambandi til að þingið geti hugað að einungis einu máli; aðgerðum vegna kórónuveirunar. Forseti Alþingis segir margvíslegar breytingar hafa verið gerðar á störfum þess til að tryggja starfsemi löggjafans. Alþingi fer ekki varhluta af þeim vágesti sem nú gengur yfir á Íslandi. Nú þegar er búið að haga þingstörfum þannig að sem fæstir þingmenn séu í þingsölum hverju sinni og atkvæðagreiðslur fara nú fram með öðrum hætti en áður. Starfsáætlun þingsins er úr sambandi allt fram til 20. apríl þegar þing á að koma saman aftur að loknu páskahléi. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sem lengst allra núverandi þingmanna hefur setið á þingi man ekki eftir að þetta hafi verið gert áður. „Og sérstaklega það að það er ákveðið að þrengja starfsemi Alþingis niður í algerlega tiltekið lágmark sem tengist í raun bara einu viðfangsefni. Það eru viðbrögð og aðgerðir vegna þessa ástands,“ segir Steingrímur. Þegar hafa verið settar takmarkanir á fjölda þingmanna í þingsal hverju sinni og atkvæðagreiðslur munu fara þannig fram að þingmenn gangi inn í salinn öðrum megin og út úr honum hinum megin. Þessar ráðstafanir ná einnig til starfa fastanefnda þingsins og viðtala fjölmiðla við þingmenn og embættismenn þingsins. „Þetta auðvitað þýðir minni snertingu og minni viðveru. Þingmenn verða þá bara mest heima hjá sér. Þetta léttir líka verulega á álagi á starfsfólkinu okkar sem er að vinna við mjög erfðiðar aðstæður,“ segir forseti Alþingis. Þingmenn og starfsfólk nýtir fjarfundabúnað í mun ríkari mæli og allt miði þetta að því að Alþingi haldist starfshæft einis lengi og mögulegt sé. „Við geymum fólk heima, bæði starfsmenn og lykilfólk eins og varaforseta. Þannig að við séum ekki öll á staðnum samtímis. Þannig að við erum að gera allt sem við mögulega getum til þess að lágmarka áhættu vera líka með plan B ef, eða ekki ef heldur þegar fleiri sýkingar fara fara að banka hér upp á meðal starfsmanna og þingmanna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira