Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2020 12:39 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Vísir/Baldur Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Eins og frumvarpið lítur út núna gæti fólk sem verður fyrir lækkun starfshlutfalls vegna minnkandi umsvifa fyrirtækja á næstu þremur mánuðum fengið atvinnuleysisbætur til að vega upp á móti. Frumvarpið var lagt fram á föstudag í síðustu viku og Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra mælti fyrir því á þriðjudag. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar segir nefndarfólk hafa byrjað að rýna frumvarpið strax á föstudag. „Og höfum svo verið að taka á móti gestum frá því eldsnemma á mánudagsmorgun.“ Þið funduðuð aðeins í gær og nú er hlé, eftir hverju er beðið núna? „Við erum aðallega að bíða eftir frekari útreikningum frá ráðuneytinu. Mögulegum breytingum eða tillögum að breytingum frá ríkisstjórninni,“ segir formaður velferðarnefndar. Nefndin sjálf hafi hugmyndir að breytingum en vilji bíða eftir breytingartillögum frá stjórnvöldum. Eins og frumvarpið var lagt fram getur fólk sem verður að minnsta kosti fyrir tuttugu prósenta skerðingu launa og fer allt niður í 50 prósenta starfshlutfall fengið það jafnað út upp að 80 prósentum launa sinna í þrjá mánuði, þó aldrei meira en 650 þúsund krónur samanlagt í laun og bætur á mánuði. Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að endurskoða öll þessi hlutföll og kostnaðarmeta en kostnaðurinn gæti verið mjög umtalsverður. Þingfundi sem átti að vera í dag var frestað til morguns til að gefa meiri tíma til útreikninga en Helga Vala vonar að hægt verði að afgreiða frumvarpið úr nefnd á morgun. „Já við vonum það en auðvitað skiptir máli að gera svona hluti vel. Þannig að það þurfi ekki að fara að laga það til strax daginn eftir að það er orðið að lögum. Og ég held að þótt það kosti einhverja klukkutíma sé til mikils að vinna. Að gera þetta almennilega,“ segir Helga Vala. Þá hangi þetta mál eðlilega saman með öðrum aðgerðum upp á tugi milljarða sem stjórnvöld hafi boðað. „Auðvitað, allt fjármagn er að koma úr þessum sama sjóði, úr þessum sama potti. Þess vegna er líka verið að skoða alla útreikninga í ljósi þess,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Atvinna Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01 Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49 Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07 Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Heildarfjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni orðinn 330 Heildarfjöldi staðfestra tilfella kórónuveirunnar hér á landi er nú 330. 19. mars 2020 11:01
Allt gert til að halda starfsemi sjúkrahúsanna gangandi Heilbrigðisstarfsmenn grípa til ýmissa aðgerða til að tryggja að þau smitist ekki sjálf af nýju kórónuveirunni, því slíkt gæti auki álagið á heilbrigðiskerfinu til muna. 19. mars 2020 09:49
Frumvarp um bætur í hlutastarfi mun taka breytingum Þingfundi sem átti að vera á morgun hefur verið frestað til föstudags til að meiri tími gefist til að fara yfir kostnað við breytingar á frumvarpi um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastarf vegna áhrifa kórónuveirunnar á stöðu fyrirtækja og heimila. 18. mars 2020 18:07
Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári. 18. mars 2020 12:05