Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam komnir heim Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 17. mars 2020 20:09 Frá sóttkví Íslendinganna í Víetnam. Þóra Valný Yngvadóttir Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“ Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Íslendingar sem voru í sóttkví á herspítala í Víetnam vegna gruns um að hafa smitast af kórónuveirunni létu eins og beljur að vorin þegar þeir voru látnir lausir á sunnudag að sögn einnar úr hópnum. Dvölin hafi líkst fangelsisvist. Eftir tíu daga í Víetnam var fjórum Íslendingum skipað að fara í sóttkví á herspítala eftir að smit hafði komið upp í báti sem þau höfðu ferðast í. „Við fórum þarna fyrst því við áttum að fara í heilsutékk svo keyrir maður inn um hliðið á herstöðinni en svo fær maður ekkert að fara út aftur,“ segir Þóra Valný Yngvadóttir. Þetta hafi verið aðferðin til að ná ferðamönnum inn á spítalann. Hermenn sem unnu á spítalanum hafi lítið kunnað til verka. „Þetta var mjög gömul bygging og baðherbergin voru mjög óásjáleg og það var fastur skítur í öllu.“ Mjög heitt á spítalanum, enginn loftræsting og yfir 35 stiga hiti úti. „Það voru rimlar fyrir gluggum og svo er múrveggur þarna með gaddavírsgirðingu sem jók á innilokunarkenndina.“ Maturinn hafi verið ólystugur og aðeins ein klósettrúlla í boði sem duga átti í 14 daga. „Það gekk ekki alveg eftir þannig að við fengum klósettpappír frá ferðaskrifstofunni,“ segir Þóra. Þrátt fyrir allt hafi dvöl þeirra verið bærileg enda í góðra vina hópi. Þau hafi verið í góðu sambandi við ræðismanninn i Víetnam. Síðast liðinn sunnudag fengu þau loks þær fréttir að þau mættu fara heim, eftir sjö daga á herspítalanum. „Það var eins og beljur á vorin, við vorum hlaupandi fram og til baka.“ Fjórmenningarnir komu til Íslands í gær, þau hafa ekki fundið fyrir einkennum en nú eru liðnir 14 dagar síðan þau voru á bátnum. Þau hafa ekki fengið upplýsingar frá yfirvöldum um stöðu sína en hafa haldið sig heima. „Við höfum reynt að ná í sóttvarnalækni í morgun og höldum áfram að reyna.“
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17 Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19 Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Íslendingarnir lausir úr sóttkví í Víetnam og á heimleið Fjórir Íslendingar sem voru í sóttkví í Víetnam eru á leið til landsins. 16. mars 2020 12:17
Unnið að því að fá Íslendinga í sóttkví í Víetnam heim Fjórir Íslendingar eru enn í sóttkví í Víetnam. Utanríkisráðuneytið vinnur í því að koma þeim fyrr heim úr sóttkvínni reynist þeir ekki smitaðir. 14. mars 2020 13:19
Eitt að fara í sóttkví en annað að vera „hreinlega settur í fangelsi“ Þóra Valný Yngvadóttir, ein fjögurra Íslendinga sem er í sóttkví í Víetnam vegna kórónuveirunnar, segir dvölina þar líkjast fangelsisvist. 10. mars 2020 20:03