De Niro segir ástandið í New York minna á 9/11 Sylvía Hall skrifar 18. apríl 2020 10:25 Robert De Niro segir ríkisstjórnina hafa þurft að bregðast fyrr við. Þó er hann ánægður með viðbrögð ríkisstjóra New York. Vísir/Getty Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“ Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Leikarinn Robert De Niro segir það óraunverulegt að sjá götur stórborga heimsins nánast tómar eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á með miklum þunga. Ástandið minni hann á dagana eftir árásirnar á tvíburaturnanna þann 11. september 2001, nema þetta sé eitthvað sem fólk hafi hingað til aðeins séð í bíómyndum. „Þetta gerðist oft hratt,“ sagði leikarinn í samtali við CNN í gær. Hann hefði viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við, þar sem það hafi verið löngu ljóst í hvað stefndi. Ef gripið hefði verið til viðeigandi ráðstafana fyrr væri ástandið að öllum líkindum betra. Sjá einnig: Drónamyndband yfir New York í útgöngubanni New York er eitt þeirra ríkja sem hefur farið hvað verst út úr faraldrinum. De Niro hrósaði Andrew Cuomo ríkisstjóra New York fyrir hans viðbrögð og sagði hann standa sig vel í baráttunni við faraldurinn. Það er ansi tómlegt á Times Square í New York um þessar mundir eftir að útgöngubann tók gildi.Vísir/getty „Andrew Cuomo er að standa sig frábærlega. Það er hressandi að heyra hann tala og sjá hann taka stjórnina sama hvað gerist.“ Alls hafa 706.779 einstaklingar greinst með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í Bandaríkjunum og hátt í 33 þúsund látist. Líkt og áður sagði er ástandið einna verst í New York-ríki þar sem tæplega 230 þúsund hafa greinst og um 13 þúsund látist. Útgöngubann er í gildi í New York og var það nýlega framlengt til 15. maí. Cuomo varaði íbúa við því að brjóta gegn fyrirmælum yfirvalda og sagði það auka hættuna á því að faraldurinn myndi versna til muna. „Hvað gerist eftir það veit ég ekki. Við þurfum að bíða og sjá hvað tölfræðin segir,“ sagði Cuomo þegar tilkynnt var um framlengingu útgöngubannsins. „Góðu fréttirnar eru þær að við getum haft stjórn á veirunni. Við getum stýrt útbreiðslunni.“
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hollywood Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45 Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00 Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Trump líkir sér við skipstjórann á Bounty í deilum við ríkisstjóra Deilur Donalds Trump Bandaríkjaforseta við ríkisstjóra sem hafa tekið upp samráð um viðbrögð við kórónuveirufaraldurinn héldu áfram í dag. Líkti forsetinn sér meðal annars við skipstjórann á bresku skútunni Bounty sem var settur af í uppreisn skipverja. 14. apríl 2020 22:45
Upplýsingafundirnir sem urðu að kosningafundum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur breytt upplýsingafundum ríkisstjórnar sinnar um faraldur nýju kórónuveirunnar í pólitískan viðburð þar sem hann dreifir kosningaáróðri og jafnvel rangfærslum. 17. apríl 2020 08:00
Fjöldagrafir nýttar í New York Sést hefur til verkamanna, íklæddum hlífðarfatnaði grafa grafir á Hart-eyju og hlaða líkkistum þar ofan í. 10. apríl 2020 10:40
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent