Gleymdu að setja upp grímurnar þegar þeir plönuðu innbrotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2020 15:02 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, hefur áður þurft að sópa upp glerbrot eftir innbrot í Melabúðina. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira