Bankastjórar segja ástandið nú vera mjög ólíkt því sem var í hruninu Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2020 09:52 Lilja Björk Einarsdóttir og Birna Einarsdóttir mætti í Bítið í morgun. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segja ástandið í samfélaginu og bönkunum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar vera mjög ólíkt því ástandi sem skapaðist í hruninu. Þær Lilja Björk og Birna voru gestir Bítisins í morgun þar sem þær ræddu meðal annars til hvaða aðgerða bankarnir hafi gripið vegna útbreiðslu veirunnar, hvað viðskiptavinum væri boðið upp á, stöðu ferðaþjónustufyrirtækja og ýmislegt fleira. Krónur ekki að koma í kassann Lilja Björk segir að ástandið nú sé engan veginn líkt því sem var í hruninu. Þá hafi þurft að taka á miklum skuldavanda. „Skuldsetningu sem jafnvel tvöfaldaðist yfir nóttu. Hér erum við alls ekki að tala um það. Hér erum við að tala um að það kemur ekki peningur í kassann. Það koma ekki krónur til að greiða út útgjöldin. Útgjöldin geta verið fasteignalán. Þau geta líka verið rafmagn, hiti. Þau geta verið af ýmsum toga. Bara þessi mánaðarlegu útgjöld,“ segir Lilja Björk. Birna tók undir þetta og sagði stöðuna nú vera með töluvert öðrum hætti en í hruninu. „Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að fara inn í skammtímaaðgerðir og síðan þurfum við að skoða langtíma ef þær eru nauðsynlegar. Að sjálfsögðu rifjast upp ýmislegt frá 2008 því að viðskiptavinir eru margir óöryggir og vita ekki alveg hvernig þeir eigi að fóta sig í þessu,“ sagði Birna. Samstilla aðgerðir Lilja segir að Samtök fjármálafyrirtækja nú vera að stýra og samstilla aðgerðir fjármálafyrirtækja vegna þess ástands sem upp er komið. Sé það gert eftir samþykki frá samkeppnisyfirvöldum. „Það kom fram þegar ríkisstjórnin kynnti sínar aðgerðir að það átti að vera samstarf við fjármálafyrirtæki um lausnir og við erum að sjálfsögðu að ræða við þau um það,“ Lilja Björk. Hlusta má á viðtalið við þær Birnu og Lilju Björk í spilaranum að neðan. Klippa: Bítið - bankastjórar
Íslenskir bankar Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03 Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59 Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00 Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Arion banki fækkar tímabundið opnum útibúum Í tilkynningu á vef bankans segir að þrjú af fimm útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu verði opin hverju sinni. 16. mars 2020 10:03
Bankarnir bregðast við ástandinu Stóru bankarnir munu bjóða viðskiptavinum sínum að gera hlé á afborgunum íbúðalána til að auðvelda þeim að takast á við áskoranir í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar. 15. mars 2020 18:59
Bankarnir veita ívilnanir og lífeyrissjóðir hvattir að gera það líka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða viðskiptavinum sem sjá fram á erfiðleika að gera hlé á afborgunum vegna kórónuveirufaraldursins. Formaður Landssamtaka lífeyrissjóða hvetur sjóðina til að gera það sama. Hún segir að búist sé við hrynu uppsagna næstu mánaðamót og þá geti margir þurft að nýta sér slík úrræði 13. mars 2020 13:00