Íslendingur í Kína segir kórónuveiruna á undanhaldi þar í landi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2020 18:02 Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína. Facebook/Snorri Sigurðsson Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Gular viðvaranir í þremur landshlutum Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Snorri Sigurðsson, einn framkvæmdastjóra Arla Foods í Peking í Kína, segir aðgerðir stjórnvalda þar í landi gegn kórónuveirunni vera farin að snúast að því að koma í veg fyrir að veiran komi aftur til landsins. Hann segir veiruna á undanhaldi í Kína en nú í dag greindust þar í landi um 20 einstaklingar og var hægt að rekja flest smitanna til annarra landa. Því snúist aðgerðir stjórnvalda fyrst og fremst að því að hindra að smit berist aftur til landsins að utan. „Hér í Peking virðist þetta vera komið undir nokkuð góða stjórn og til dæmis kom ekki upp neitt nýtt smit hér í gær sem er afskaplega góðs viti.“ Þá segir hann mikinn mun á aðstæðum nú í dag og fyrir viku síðan. „Þetta byrjar hérna í Kína um áramótin, eða reyndar fyrir áramótin, en aðgerðir stjórnvalda hófust hér í kring um 23. janúar þegar sett var á nánast útgöngubann í Wuhan-borg þar sem aðalsmitið kom upp og fljótlega upp úr því bárust sambærilegar aðgerðir út um alla Kína. Stjórnvöld tóku frekar skarpt á málinu, sem betur fer, og það tók sex vikur frá því að raunverulegar aðgerðir hófust til að sporna við útbreiðslunni þangað til við erum komin á þann stað sem við erum á í dag,“ segir Snorri. Enn eru þó einhverjir í sóttkví og þurfta til að mynda allir einstaklingar sem koma til Kína, sama í hvaða erindagjörðum og hvaðan, að fara í tveggja vikna sóttkví. Sóttkvíin sé þó með talsvert öðru móti en hér á Íslandi en þar fær fólk ekki að fara út af heimilum sínum. „Hér eru heimilin algjörlega lokuð af þannig að það fer enginn inn og engin út. Ef það vantar einhverjar veitingar eða vörur eða aðföng verður að panta það bara á netinu og fá það afhent í sérstakan kassa sem er hér fyrir utan húsin hjá fólk,“ segir Snorri. Þá nefnir hann það að þurfi fólk að losna við sorp þurfi sé það sett í einangrað ílát sem tæmt sé af fólki í smitvarnargöllum og allt sorp af heimilum í sóttkví sé sótt á sérstökum sorpbíl. Hann segir Arla hafa fengið á sig töluvert högg líkt og önnur fyrirtæki þegar faraldurinn hófst og enn sjáist ekki fyrir endann á því. Veitingastaðir, sem eru þeirra stærstu viðskiptavinir, hafi meira og minna allir lokað á tímabili og þótt að þeir séu farnir að opna aftur séu hjólin enn ekki farin að snúast að fullu á ný.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Gular viðvaranir í þremur landshlutum Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Sjá meira
Snorri var heima í 42 daga á meðan það versta stóð yfir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Arla Foods í Kína, segir Kínverja hafa lært vel af reynslunni sem þeir hafa öðlast undanfarnar vikur í baráttu sinni við kórónuveirufaraldurinn sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. 14. mars 2020 16:23
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent