Foreldravaktin Bryndís Guðmundsdóttir skrifar 31. desember 2020 10:04 Í aðdraganda jóla var athyglisverð umræða í fjölmiðlum um „þriðju vaktina", vakt sem konur hafa gjarna staðið í gegnum tíðina. Í kringum umfjöllunina varð mér hugsað til annarrar vaktar sem er ekki síður mikilvæg og foreldrar þurfa báðir að standa. Foreldrar eru oft aðframkomnir af þreytu í lok langra vinnudaga og brýnt að við sköpum samfélag sem gefur færi á auknum samverustundum fjölskyldunnar. Foreldrahlutverkið eða „foreldravaktin” er stærsta verkefni allra foreldra og samfélags. Sú vakt felur m.a. í sér ábyrgð foreldra á málörvun og eftirfylgni í læsi og þroska barna sinna. Rannsóknir sýna að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík samskiptin eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Tungumálið okkar, íslenskan, á undir högg að sækja. Oft hefur slíkt verið fullyrt áður en nú þegar tungumálið, oftast enska, er orðið gagnvirkt á mörgum miðlum, þyngist höggið! Foreldrar þurfa að standa vaktina með skólasamfélaginu í að efla málþroska barna sinna. Það eru margar leiðir til sem allir foreldrar geta framkvæmt án mikils tilkostnaðar. Bókasöfnin okkar eru gulls ígildi og íslenskir barnabókahöfundar eru í vaxandi mæli að skrifa vandað efni fyrir börn. Í því annríki sem ungar fjölskyldur upplifa er mikilvægt að fastsetja tíma sem fjölskyldan á saman. Þar eru tækifæri til að efla þroska barnanna okkar. Mig langar að deila nokkrum hugmyndum sem einfalt er að tileinka sér þegar fjölskyldan á samveru. Gæðastundirnar Þegar litið er yfir farinn veg og börn okkar hjóna komin til manns þá ylja ýmsar minningar sem við lögðum áherslu á í uppeldi barna okkar. Á þessum tíma gerðum við okkur ekki endilega grein fyrir mikilvægi þessara þátta fyrir málþroskann. Okkar aðaláhersla var að skapa gæðastundir og styrkja fjölskylduböndin. Við kvöldverðarborðið öll uppvaxtarár barnanna okkar fórum við „hringinn” þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur sagði frá deginum sínum. Frásagnirnar tóku mið af aldri og getu hvers og eins. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tjáningin styrktist hjá hverju og einu barni. Getan til að segja frá er mikilvæg og þjálfast með hverri frásögn. Við lögðum kapp á að setja form á frásagnirnar þ.e. segja frá í atburðarröð. Stöðugt bættist í orðaforða og útskýringar, setningamyndun efldist og hæfileikinn til að kveikja áhuga og samkennd hinna systkinanna og foreldranna margfaldaðist. Systkinahópurinn vissi ýmislegt um litlu og stóru sigrana sem hvert og eitt þeirra upplifði á dýrmætum augnablikum í lífinu, daglegu áskoranirnar, sorgir og gleði bernskunnar. Allt til að læra af. Aldrei var skortur á umræðuefni og tengslin sem mynduðust fylgdu inn í framtíðina. Sú regla var viðhöfð að einn talaði í einu. Á stundum töluðu unglingsstúlkurnar svo lengi við matarborðið að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sló í borðið, hræddur um að fá ekki tíma til að segja frá sínum degi og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er líka í þessari fjölskyldu, hvenær má ég tala?”. Hann var þá fjögurra ára. Fjölskyldukvöld Önnur hugmynd sem mig langar að varpa til foreldra eru „fjölskyldukvöld”. Við fjölskyldan tókum frá eitt kvöld í viku þar sem við elduðum saman, undirbjuggum spil, upplestur, tónlist, sýndum eigin skemmtiatriði eða höfðum bíókvöld. Þessi kvöld voru heilög og enginn mátti trufla. Fjölskyldukvöldin þróuðust í að við skiptumst á að skipuleggja og velja hvað átti að vera í matinn og hvernig kvöldinu skyldi varið. Í byrjun kom auðvitað fyrir að einhver taldi sig þurfa að gera eitthvað annað með vinunum. Umkvartanirnar hættu þó mjög fljótt því það var ekkert sem toppaði fjölskyldukvöldin! Þegar ég lít til baka er ég þess fullviss að fjölskyldukvöldin okkar voru gott veganesti fyrir okkur öll inn í framtíðina. Það krefst góðrar þjálfunar í orðaforða, lesskilningi, skipulagi og hugmyndaauðgi að lesa mataruppskriftir, mæla efnin í uppskriftina, skrifa og búa til matseðil og dagskrá fyrir kvöldið, lesa og kynna spilareglur, búa til skemmtiatriði, skipuleggja hver gerir hvað o.s.frv. Það eru margar leiðir til að efla málþroskann og íslenskuna. Við getum lagt áherslu á upplifanir sem eru fyrst og fremst fólgnar í innihaldsríkri samveru sem þarf ekki að kosta mikið. Gönguferðir geta verið mikið ævintýri fyrir lítið barn. Ef foreldrarnir gæta þess að lýsa því sem fyrir augu ber, eru meðvituð um að endurtaka og bæta við skemmtilegri frásögn eða sögu sem styrkir og kennir orðaforða, þá festir það nýja reynslu í minni og örvar rökhugsun barnanna. Á sama tíma bæta þau í málþroska og hugtakaskilning sinn. Á þessum sérstöku tímum vil ég hvetja sveitarfélög til að efla foreldra og minna á svæði, staði og upplifanir sem þeir geta notið með börnum sínum í heimabyggð. Þá hvet ég foreldra til að hugsa hvaða leiðir henta þeim til að standa Foreldravaktina. Nýju orðin sem barn lærir á hverjum degi í gegnum upplifun og reynslu, leggja grunn að framtíð þess. Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla var athyglisverð umræða í fjölmiðlum um „þriðju vaktina", vakt sem konur hafa gjarna staðið í gegnum tíðina. Í kringum umfjöllunina varð mér hugsað til annarrar vaktar sem er ekki síður mikilvæg og foreldrar þurfa báðir að standa. Foreldrar eru oft aðframkomnir af þreytu í lok langra vinnudaga og brýnt að við sköpum samfélag sem gefur færi á auknum samverustundum fjölskyldunnar. Foreldrahlutverkið eða „foreldravaktin” er stærsta verkefni allra foreldra og samfélags. Sú vakt felur m.a. í sér ábyrgð foreldra á málörvun og eftirfylgni í læsi og þroska barna sinna. Rannsóknir sýna að það skiptir mjög miklu máli hversu mikið við tölum við börnin okkar og hversu innihaldsrík samskiptin eru svo stöðugt bætist í orðaforða og hugtakaskilning þeirra. Tungumálið okkar, íslenskan, á undir högg að sækja. Oft hefur slíkt verið fullyrt áður en nú þegar tungumálið, oftast enska, er orðið gagnvirkt á mörgum miðlum, þyngist höggið! Foreldrar þurfa að standa vaktina með skólasamfélaginu í að efla málþroska barna sinna. Það eru margar leiðir til sem allir foreldrar geta framkvæmt án mikils tilkostnaðar. Bókasöfnin okkar eru gulls ígildi og íslenskir barnabókahöfundar eru í vaxandi mæli að skrifa vandað efni fyrir börn. Í því annríki sem ungar fjölskyldur upplifa er mikilvægt að fastsetja tíma sem fjölskyldan á saman. Þar eru tækifæri til að efla þroska barnanna okkar. Mig langar að deila nokkrum hugmyndum sem einfalt er að tileinka sér þegar fjölskyldan á samveru. Gæðastundirnar Þegar litið er yfir farinn veg og börn okkar hjóna komin til manns þá ylja ýmsar minningar sem við lögðum áherslu á í uppeldi barna okkar. Á þessum tíma gerðum við okkur ekki endilega grein fyrir mikilvægi þessara þátta fyrir málþroskann. Okkar aðaláhersla var að skapa gæðastundir og styrkja fjölskylduböndin. Við kvöldverðarborðið öll uppvaxtarár barnanna okkar fórum við „hringinn” þar sem hver og einn fjölskyldumeðlimur sagði frá deginum sínum. Frásagnirnar tóku mið af aldri og getu hvers og eins. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tjáningin styrktist hjá hverju og einu barni. Getan til að segja frá er mikilvæg og þjálfast með hverri frásögn. Við lögðum kapp á að setja form á frásagnirnar þ.e. segja frá í atburðarröð. Stöðugt bættist í orðaforða og útskýringar, setningamyndun efldist og hæfileikinn til að kveikja áhuga og samkennd hinna systkinanna og foreldranna margfaldaðist. Systkinahópurinn vissi ýmislegt um litlu og stóru sigrana sem hvert og eitt þeirra upplifði á dýrmætum augnablikum í lífinu, daglegu áskoranirnar, sorgir og gleði bernskunnar. Allt til að læra af. Aldrei var skortur á umræðuefni og tengslin sem mynduðust fylgdu inn í framtíðina. Sú regla var viðhöfð að einn talaði í einu. Á stundum töluðu unglingsstúlkurnar svo lengi við matarborðið að yngsti fjölskyldumeðlimurinn sló í borðið, hræddur um að fá ekki tíma til að segja frá sínum degi og sagði með grátstafinn í kverkunum: „Ég er líka í þessari fjölskyldu, hvenær má ég tala?”. Hann var þá fjögurra ára. Fjölskyldukvöld Önnur hugmynd sem mig langar að varpa til foreldra eru „fjölskyldukvöld”. Við fjölskyldan tókum frá eitt kvöld í viku þar sem við elduðum saman, undirbjuggum spil, upplestur, tónlist, sýndum eigin skemmtiatriði eða höfðum bíókvöld. Þessi kvöld voru heilög og enginn mátti trufla. Fjölskyldukvöldin þróuðust í að við skiptumst á að skipuleggja og velja hvað átti að vera í matinn og hvernig kvöldinu skyldi varið. Í byrjun kom auðvitað fyrir að einhver taldi sig þurfa að gera eitthvað annað með vinunum. Umkvartanirnar hættu þó mjög fljótt því það var ekkert sem toppaði fjölskyldukvöldin! Þegar ég lít til baka er ég þess fullviss að fjölskyldukvöldin okkar voru gott veganesti fyrir okkur öll inn í framtíðina. Það krefst góðrar þjálfunar í orðaforða, lesskilningi, skipulagi og hugmyndaauðgi að lesa mataruppskriftir, mæla efnin í uppskriftina, skrifa og búa til matseðil og dagskrá fyrir kvöldið, lesa og kynna spilareglur, búa til skemmtiatriði, skipuleggja hver gerir hvað o.s.frv. Það eru margar leiðir til að efla málþroskann og íslenskuna. Við getum lagt áherslu á upplifanir sem eru fyrst og fremst fólgnar í innihaldsríkri samveru sem þarf ekki að kosta mikið. Gönguferðir geta verið mikið ævintýri fyrir lítið barn. Ef foreldrarnir gæta þess að lýsa því sem fyrir augu ber, eru meðvituð um að endurtaka og bæta við skemmtilegri frásögn eða sögu sem styrkir og kennir orðaforða, þá festir það nýja reynslu í minni og örvar rökhugsun barnanna. Á sama tíma bæta þau í málþroska og hugtakaskilning sinn. Á þessum sérstöku tímum vil ég hvetja sveitarfélög til að efla foreldra og minna á svæði, staði og upplifanir sem þeir geta notið með börnum sínum í heimabyggð. Þá hvet ég foreldra til að hugsa hvaða leiðir henta þeim til að standa Foreldravaktina. Nýju orðin sem barn lærir á hverjum degi í gegnum upplifun og reynslu, leggja grunn að framtíð þess. Höfundur er talmeinafræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar