WHO: Munum þurfa að lifa með SARS-CoV-2 og megum vænta verra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. desember 2020 22:43 Vísindamenn WHO virðast á einu máli um að litlar líkur séu á því að okkur takist að útrýma SARS-CoV-2. epa/Jagadeesh Bólusetning á heimsvísu mun ekki marka endalok Covid-19, segja vísindamenn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Þeir gera ráð fyrir að SARS-CoV-2 muni áfram fara um samfélagið, líkt og árstíðabundnar flensuveirur, og segja menn þurfa að læra að lifa með henni. Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Þá segja þeir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið alvarlegur, sé hann ekki endilega „sá stóri“. David Heymann, sem fer fyrir ráðgjafahóp WHO í smitsjúkdómum, segir það „örlög“ SARS-CoV-2 að verða landlæg (e. endemic) þrátt fyrir bólusetningar. Veiran muni halda áfram að stökkbreytast, sérstaklega þar sem mikið er um smit. „Sem betur fer búum við að úrræðum til að bjarga lífum og það í bland við almennt heilbrigði mun gera okkur kleift að læra að lifa með Covid-19,“ sagði Heymann á blaðamannafundi í dag. Ekki trygging fyrir útrýmingu veirunnar Mark Ryan, sem fer fyrir viðbragðshóp WHO, sagði að veiran yrði áfram ógn en hófleg ógn ef nógu margir yrðu bólusettir. Hann sagði að koma þyrfti í ljós hversu margir myndu þiggja bólusetningu, áður en hægt væri að leggja mat á hvort það væri raunhæft að freista þess að útrýma veirunni. „Tilvist bóluefnis, jafnvel bóluefnis sem virkar vel, er ekki trygging fyrir útrýmingu smitsjúkdóms. Það er mjög hátt mark að ætla að ná.“ Covid-19 faraldurinn virðist hafa farið algjörlega úr böndunum í Bretlandi, þar sem stjórnvöld íhuga nú afar íþyngjandi takmarkanir.epa/Andy Rain Ryan sagði tilgang bóluefnis fyrst og fremst að bjarga lífum og vernda viðkvæma en útrýming væri fjarlægur draumur. Þá varaði hann við því að næsti faraldur gæti orðið alvarlegri. „Þessi heimsfaraldur hefur verið alvarlegur ... hann hefur haft áhrif á öllum svæðum þessarar plánetu. En þetta er ekki endilega sá stóri,“ sagði Ryan. SARS-CoV-2 hefði verið vakning. „Við erum læra, núna, hvernig við getum gert betur,“ sagði hann. „Við búum í síflóknara alþjóðasamfélagi. Ef það er eitthvað sem við verðum að læra af þessum faraldri, öllum harmleiknum og missinum, þá er það að taka okkur saman í andlitinu. Við þurfum að heiðra þá sem við höfum misst með því að verða betri í því sem við gerum á hverjum degi.“ Ekki víst að bóluefnin komi í veg fyrir smit Yfirvísindamaður WHO, Soumya Swaminathan, sagði að bólusetning ætti ekki að verða til þess að fólk hætti að huga að persónubundnum sóttvörnum. Bóluefnin myndu koma í veg fyrir einkenni, alvarleg veikindi og dauðsföll en það væri óvíst hvort þau myndu stöðva smit. „Ég tel okkur ekki hafa sönnunargögn þess efnis að neitt bóluefnanna komi í veg fyrir sýkingu og að fólk smiti aðra,“ sagði hún. „Þannig að við verðum að gera ráð fyrir að fólk sem hefur verið bólusett þurfi að gera sömu varúðarráðstafanir.“ Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði nýju ári fylgja nýjar áskoranir. „Til dæmis ný afbrigði Covid-19 og að aðstoða þá sem eru orðnir þreyttir á faraldrinum að halda áfram að berjast við hann,“ sagði hann. Hann sagðist fagna þeim stórkostlega árangri sem hefði náðst en starfsmenn WHO myndu ekki hvílast fyrr en allir hefðu aðgang að bóluefnunum gegn Covid-19. Guardian sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira