Leik Manchester-liðanna frekar frestað en ekki aflýst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. desember 2020 18:00 Það er ljóst að leik liðanna verður ekki aflýst eins og til að mynda leik Leyton Orient og Tottenham Hotspur var gert fyrr á tímabilinu í sömu keppni. Simon Stacpoole/Getty Images Leik Manchester United og Manchester City í enska deildabikarnum verður ekki aflýst eftir að ljóst var að leikmenn og starfslið Man City greindist með kórónuveiruna. Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Independent greindi frá. Manchester United tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester City í undanúrslitum enska deildabikarsins þann 6. janúar. Eftir að í ljós kom að Gabriel Jesus og Kyle Walker - ásamt þremur öðrum tengdum aðalliði City - væru með kórónuveiruna spratt upp sú umræða hvort aflýsa þyrfti leik liðanna. Leik City gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni var frestað aðeins fjórum tímum áður en hann átti að hefjast í gærkvöld. Everton hefur krafist þess að rannsókn fari fram á hvort frestunin hafi verið lögmæt. Leik eyton Orient og Tottenham Hotspur í deildabikarnum var aflýst fyrr á leiktíðinni. Orient gat ekki spilað vegna þess að liðið var í sóttkví og fór Tottenham því áfram. Munurinn þar var að þá var næsta umferð aðeins viku síðar og ekki nægur tími til að spila leikinn. Samkvæmt reglum keppninnar þá datt sú regla úr gildi í 8-liða úrslitum keppninnar. Þá var hægt að fresta leikjum frekar en að aflýsa þeim. Þannig að fari svo að City geti ekki leikið gegn nágrönnum sínum að viku liðinni sökum smitaðra leikmanna þá verður leiknum frestað. Undanúrslit deildabikarsins eru aðeins einn leikur í ár ólíkt undanförnum árum þar sem leikið er heima og að heiman. Þá hefur úrslitaleikurinn verið færður þangað til í apríl í þeirri von um að fá áhorfendur á völlinn en hann fer venjulega fram í febrúar ár hvert. Man City er ríkjandi meistari en liðið sló Man Utd út í undanúrslitum á síðustu leiktíð. Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Carabao Cup er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Carabao Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04 Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34 Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Metfjöldi smita í ensku úrvalsdeildinni Í nýjustu skimun ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kom í ljós að alls eru átján aðilar, leikmenn eða starfsmenn félaganna, smitaðir af kórónuveirunni. Aldrei hafa fleiri greinst smitaðir í einni og sömu skimuninni. 29. desember 2020 16:04
Krefjast allra gagna eftir að leik kvöldsins var frestað Everton hefur óskað eftir því að enska úrvalsdeildin muni rannsaka hvers vegna leikur Everton og Manchester City, sem átti að fara fram í kvöld, hafi verið frestað. 28. desember 2020 20:34
Leik Everton og Manchester City frestað Leik Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Manchester City. 28. desember 2020 16:00