„Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. desember 2020 11:28 Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að þriðja bylgja Covid-19 faraldursins sé í nokkurri lægð að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann vonar að upphaf bólusetningar hér á landi marki upphaf endaloka Covid-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs á 150. og síðasta upplýsingafundi almannavarna á árinu. Sjö greindust með kórónuveiruna í gær. Einungis tveir af þeim sjö sem greindust voru í sóttkví. Þetta eru heldur fleiri en síðustu daga sagði Þórólfur sem telur þó að faraldurinn sé í lægð. „Faraldurinn er áfram í nokkurri lægð undanfarið og verður það vonandi áfram,“ sagði Þórólfur. Hann benti þó á að færri sýni hafi verið tekin yfir jóladagana sem kunni að skýra færri greiningar yfir jólin. Þó sé það jákvætt að hlutfall þeirra sem greinast með jákvætt sýni eftir einkennasýnatöku sé lágt, aðeins 0,6 prósent, en það hafi hæst farið í fimm prósent fyrir nokkrum vikum. Þrettán greinst með breska afbrigðið Uppistaðan af þeim sem greinast er hinn svokallaði blái stofn, en þó nokkur fjöldi hafi greinst á landamærunum með breska afbrigðið svokallaða, sem talið er vera meira smitandi en önnur afbrigði kórónuveirunnar. „Á landamærunum greindust ellefu einstaklingar með breska afbrigðið,“ sagði Þórólfur. Af þeim hafi tíu komið frá Bretlandi og einn frá Danmörku. Þrettán hafa greinst með breska afbrigðið og er það heldur fleiri en í öðrum löndum. Benti hann þó á að hér færi hvert einasta sýni sent í raðgreiningu en þetta hlutfall væri aðeins 10-20 prósent í öðrum löndum. 100% af öllum greiningum fara hér í raðgreiningu, 10-20 í öðrum löndum. Sést eftir eina til tvær vikur hvort jóla- og áramótahald skili aukningu Þórólfur fagnaði því einnig að bólusetningar væru hafnar hér á landi og benti á að reglugerð um sóttvarnaraðgerðir gilti til 12. janúar, vonir stæðu til að hægt væri að slaka eitthvað á þeim næst, en það færi eftir því hvernig staðan væri á faraldrinum. Benti hann einnig á að ein til tvær vikur væru í það að hvort að aukning yrði á smitum vegna jóla- og áramótahalds. Hvatti hann landsmenn alla til að sinna áfram sóttvörnum, þetta væri ekki búið, en sú staðreynd að bólusetning væri hafin gæfi mögulega til kynna að mannkynið gæti náð yfirhöndinni gegn Covid-19. „Það fer vonandi að styttast í annan endann á Covid-19“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33 „Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45 Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04 Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Bólusett hvert á fætur öðru í matsalnum Bólusetning starfsmanna Landspítalans hófst í matsal Landspítala í Skaftahlíð 24 klukkan 10 í morgun. Síðar í dag hefst bólusetning á Landakoti og Vífilsstöðum. Reiknað er með því að um 770 starfsmenn verði bólusettir á spítalanum í dag og á morgun. 29. desember 2020 10:33
„Þetta var bara eins og að láta sprauta sig við flensu“ Þorleifur Hauksson, íbúi á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, var í dag fyrsti Íslendingurinn utan heilbrigðisstéttar til þess að fá bóluefni gegn Covid-19. 29. desember 2020 10:45
Dreifing bóluefnisins hafin á landsbyggðinni Dreifing bóluefnis Pfizer á landsbyggðina hófst í morgunsárið en fyrsta sendingin fer á 21 stað úti á landi. 29. desember 2020 09:04
Fyrstu Íslendingarnir bólusettir: „Þetta var bara ekkert mál“ Það tók ekki nema um þrjátíu sekúndur að bólusetja fyrstu einstaklingana gegn Covid-19 hér á landi, þegar fjórir heilbrigðisstarfsmenn í framlínunni fengu bóluefni Pfizer beint í æð. 29. desember 2020 09:40