Ýmis „óljósari“ atriði skýrð í nýjum þjónustusamningi við Ríkisútvarpið Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:23 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/vilhelm Nýr þjónustusamningur mennta- og menningarmálaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. Var undirritaður í dag. Meðal „lykilatriða“ í samningnum er „aukin áhersla á fræðsluhlutverk Ríkisútvarpsins og rækt við íslenska tungu“, auk þess sem ýmis „óljósari“ atriði eru skýrð, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þar segir einnig að lögð verði áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi. Ríkisútvarpið muni verja 12% af innheimtu útvarpsgjaldi til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum, áhersla verði lögð á varðveislu og miðlun efnis úr safni Ríkisútvarpsins, þjónustu við eldri borgara og þátttöku í þróun máltæknilausna. Í samningnum eru jafnframt skýrð ýmis atriði sem „óljósari“ voru í fyrri þjónustusamningum, að því er segir í tilkynningu, til dæmis skilgreining á sjálfstæðum framleiðendum, réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. Í sumar var fjallað ítarlega um vanefndir á þjónustusamningnum gagnvart sjálfstæðum framleiðendum. Útvarpsstjóri sagði fullyrðingar um vanefndir þó ekki standast. „Annars skal við framkvæmd markmiða í þjónustusamningi horft til framboðs á efni og áherslna í dagskrá annarra fjölmiðla og gætt að samkeppnissjónarmiðum, þar sem RÚV sinnir skyldum sem aðrir fjölmiðlar uppfylla ekki á markaðslegum forsendum,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra í tilkynningu að Ríkisútvarpið sé meðvitað um skyldur sínar gagnvart almenningi. Ríkisútvarpið muni áfram sinna sínum „sínum meginhlutverkum af metnaði og í þessum þjónustusamningi eru lagðar línur sem eru í góðum takti við væntingar og óskir fólksins í landinu og stefnu Ríkisútvarpsins.“ Nýjan þjónustusamning Ríkisútvarpsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins má nálgast í heild hér. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Þar segir einnig að lögð verði áhersla á þjónustu við börn og ungmenni, m.a. til að efla lýðræðisvitund, auka miðla- og upplýsingalæsi og hvetja til þátttöku í dagskrárgerð og öðru skapandi starfi. Ríkisútvarpið muni verja 12% af innheimtu útvarpsgjaldi til meðframleiðslu og kaupa á íslensku efni af sjálfstæðum framleiðendum, áhersla verði lögð á varðveislu og miðlun efnis úr safni Ríkisútvarpsins, þjónustu við eldri borgara og þátttöku í þróun máltæknilausna. Í samningnum eru jafnframt skýrð ýmis atriði sem „óljósari“ voru í fyrri þjónustusamningum, að því er segir í tilkynningu, til dæmis skilgreining á sjálfstæðum framleiðendum, réttur Ríkisútvarpsins til eignarhlutar í samstarfsverkefnum í samræmi við fjárframlög og greiðslur til listamanna í samstarfsverkefnum. Í sumar var fjallað ítarlega um vanefndir á þjónustusamningnum gagnvart sjálfstæðum framleiðendum. Útvarpsstjóri sagði fullyrðingar um vanefndir þó ekki standast. „Annars skal við framkvæmd markmiða í þjónustusamningi horft til framboðs á efni og áherslna í dagskrá annarra fjölmiðla og gætt að samkeppnissjónarmiðum, þar sem RÚV sinnir skyldum sem aðrir fjölmiðlar uppfylla ekki á markaðslegum forsendum,“ segir í tilkynningu. Haft er eftir Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra í tilkynningu að Ríkisútvarpið sé meðvitað um skyldur sínar gagnvart almenningi. Ríkisútvarpið muni áfram sinna sínum „sínum meginhlutverkum af metnaði og í þessum þjónustusamningi eru lagðar línur sem eru í góðum takti við væntingar og óskir fólksins í landinu og stefnu Ríkisútvarpsins.“ Nýjan þjónustusamning Ríkisútvarpsins og mennta- og menningarmálaráðuneytisins má nálgast í heild hér.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04 Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Stefán Eiríksson segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi. 25. júní 2020 14:04
Breytingarnar hafa áhrif á störf reynslumikilla fréttamanna Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segir hagræðingaraðgerðirnar sem gripið hefur verið til á fréttastofunni vera vegna niðurskurðar. Þess mesta sem fréttastofan hafi staðið frammi fyrir síðan árið 2013. 18. nóvember 2020 15:11