Enginn gefið fleiri heppnaðar sendingar á tímabilinu en Henderson í gær Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. desember 2020 15:00 Henderson losar boltann gegn WBA í gær. Alls átti hann 141 heppnaða sendingu í leiknum. EPA-EFE/Nick Potts Þó Englandsmeistarar Liverpool hafi aðeins náð 1-1 jafntefli gegn nýliðum West Bromwich Albion á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þá voru yfirburðir heimamanna töluverðir framan af leik. Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Liverpool tók á móti lærisveinum Sam Allardyce á Anfield í gær. Englandsmeistararnir byrjuðu leikinn af gríðarlegum krafti og voru komnir 1-0 yfir eftir aðeins tólf mínútur þökk sé marki Sadio Mané eftir sendingu Joël Matip. Þrátt fyrir gríðarlega yfirburði þá var Liverpool aðeins einu marki yfir í hálfleik og gestirnir komu töluvert beittari út í síðari hálfleikinn. Eftir vel útfærða hornspyrnu jafnaði varnarmaðurinn Semi Ajayi metin þegar lítið var eftir af leiknum og lokatölur á Anfield því 1-1 en þetta var fjórða heimsókn Sam Allardyce í röð á Anfield án taps. Yfirburðir Liverpool sjást best á tölfræði liðsins í leiknum en alls átti liðið 17 tilraunir að marki gegn fimm hjá gestunum. Það sem meira er þá áttu heimamenn alls 816 sendingar í leiknum gegn aðeins 233 hjá West Bromwich. Jordan Henderson completed 141 passes in Liverpool's 1-1 draw with West Brom, a record in a Premier League match this season pic.twitter.com/IJZDShIiTE— WhoScored.com (@WhoScored) December 28, 2020 Enginn leikmaður átti fleiri sendingar en Jordan Henderson, fyrirliði Englandsmeistaranna, í leiknum. Raunar er það svo að enginn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefur átt fleiri sendingar í einum og sama leiknum á tímabilinu en Henderson í gær. Hann gaf 141 heppnaða sendingu í leiknum. Aðeins 92 færri en allt WBA liðið til samans. Eins og áður sagði þá kom það ekki að sök í gær og WBA náði í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Eitthvað sem Stóri Sam er orðinn vanur að gera á Anfield.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30 Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16 Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Skoraði og fékk gult fyrir að benda Fótbolti Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Sjá meira
Lærisveinar Stóra Sam fyrstir allra til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni Liverpool og West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. WBA varð þar með fyrsta liðið til að taka stig af Liverpool á Anfield á leiktíðinni. 27. desember 2020 18:30
Markvörður WBA: Frábær varsla en ég hafði ekki það mikið að gera Sam Johnstone, markvörður West Bromwich Albion, var eðlilega mjög sáttur með 1-1 jafntefli liðsins gegn Englandsmeisturum Liverpool á Anfield í dag. 27. desember 2020 19:16
Stóra Sam gengið frábærlega gegn Klopp á Anfield Lærisveinar Sam Allardyce í West Bromwich Albion gerðu 1-1 jafntefli við Englandsmeistara Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ætti það ekki að koma á óvart enda lið Allardyce ekki tapað í þremur heimsóknum á Anfield þar á undan. 28. desember 2020 07:00