Þetta með traustið Henry Alexander Henrysson skrifar 27. desember 2020 15:00 Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar