Þetta með traustið Henry Alexander Henrysson skrifar 27. desember 2020 15:00 Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Á kjörtímabilinu sem fer senn að ljúka hefur það verið yfirlýst markmið ríkisstjórnarinnar að efla traust til kjörinna fulltrúa. Forsætisráðuneytið hefur haft forystu um að sinna þessu verkefni. Stjórnsýslulega er það eðlilegt fyrirkomulag. Svo er það vafalaust pólitískt skynsamlegt að nýta persónu forsætisráðherra sem nokkurs konar kjölfestu fyrir viðleitnina. Margt hefur gengið vel hvað verkefnið varðar og við höfum heldur betur orðið þess áskynja á árinu hversu mikilvægt traust er til stjórnvalda þegar erfiðleikar steðja að. Það er nauðsynlegt að hafa það í huga þegar lagt er upp í vegferð um að efla traust, að traust er ekki bara gildi sem maður getur valið að skreyta sig með almennt og í öllum aðstæðum. Traust er aðstæðna- og hlutverkabundið. Rétt viðbrögð í tilteknu máli geta skapað traust hvað það varðar en traustið þarf ekki að færast yfir á annað sem maður sýslar við. Í sem stystu máli er traust einfaldlega samband eða tengsl milli aðila þar sem annar aðilinn er berskjaldaðri og þarf að reiða sig á ákvarðanatöku og hegðun hins aðilans. Trúverðugleiki þess sem fer með ákvarðanavaldið leikur lykilhlutverk í því að traust geti skapast. Ég er þeirrar skoðunar að almennt hafi ríkisstjórnin staðið sig vel hvað varðar viðbrögð við þeim heimsfaraldri sem nú geysar. Þau hafi verið trúverðug í hlutverki sínu – ekki síst með því að þykjast ekki hafa vit á því sem þau hafa enga þekkingu á. En á kjörtímabilinu hafa einnig komið upp aðstæður þar sem trúverðugleikinn hefur beðið töluverða hnekki. Það er ágætlega þekkt hvað þarf til svo efla og viðhalda megi trúverðugleika þeirra sem sitja í æðstu embættum. Trúverðugleikinn krefst heilinda, vilja til að sýna í verki að maður láti ekki einungis stjórnast af nærtækustu hagsmunum og að maður hafi hæfni til að gegna hlutverkinu. Síðasta atriðið, það er að segja hæfnin, á það til að vefjast fyrir fólki. Hér mætti vissulega hafa langt mál um það hugtak en ég læt nægja að nefna að hæfni feli það í sér að maður geti útskýrt fyrir sjálfum sér og öðrum til hvers er ætlast af manni í tilteknu hlutverki. Trúverðugleiki manns eykst í réttu hlutfalli við þau svör sem maður gefur þegar spurt er út í þær kröfur sem eðlilegt er að hinn aðilinn í trúnaðarsambandinu (til dæmis kjósandi) gerir. Allt þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um hvort ráðherra eigi að segja af sér og hvort slíkar afsagnir geti orðið til þess að efla traust almennings til kjörinna fulltrúa. Ákalli um afsögn verður ekki svarað nema í ljósi greiningar og skilnings á hlutverki ráðherra og þeirra skyldna sem af hlutverkinu leiða. Stundum göngum við Íslendingar full langt í því að segja að önnur lönd standi okkur framar þegar kemur að ólíkum hlutum. En varðandi viðbrögð við kröfum um afsagnir sýnist mér við enn eiga margt ólært. Þetta kjörtímabil hefur fært okkur dæmi þar sem ráðherrar hafa svarað vangaveltum um mögulega afsögn með ófullnægjandi hætti. En hver veit nema að átak forsætisráðherra um að efla traust muni valda því að svörin skáni á fyrri hluta ársins 2021. Höfundur er heimspekingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar