Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. desember 2020 16:40 Bjarni Benediktsson og Þóra Margrét Baldvinsdóttir. Mynd úr safni. „Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag. Færsluna skrifar Þóra í tilefni af umræðu sem farið hefur af stað þess efnis að hún hafi verið manneskjan á bak við falskan aðgang á samfélagsmiðlinum Tik Tok þar sem hún er sögð hafa tekið til varna fyrir eiginmann sinn eftir að hann sætti mikilli gagnrýni vegna fjölmennrar samkomu sem þau hjónin sóttu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hringbraut fjallaði meðal annars um þennan „nýstofnaða falska aðgang,“ á vef sínum á aðfangadag. „Á aðfangadag var búinn til aðgangur á TikTok og við hann sett mitt nafn. Í framhaldinu var svo lýst skoðunum sem ég kannast ekki við. Mér er sagt að nú sé búið að eyða aðganginum aftur,“ skrifar Þóra í færslu sinni. Hún hafi sjálf ekki búist við því að margir myndu trúa því að hún væri orðin samfélagsmiðlastjarna, „en nú eftir að nokkrir fjölmiðlar skrifa fréttir um þessa vitleysu finnst mér rétt að koma því rétta á framfæri. Steininn tók úr þegar Bjarni var spurður um málið á RÚV í gærkvöldi, en hann hafði aðeins lauslega heyrt af þessu frá dóttur okkar,“ skrifar Þóra ennfremur. „Það er ekkert sem réttlætir auðkennaþjófnað og ósannindi á samfélags- og fjölmiðlum. Þegar beinlínis er gert út á reiði fólks í mínu nafni og fjölskyldu minni og börnum valdið ónæði get ég ekki annað en sagt hingað og ekki lengra.“ Samfélagsmiðlar Samkomubann á Íslandi TikTok Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira
Færsluna skrifar Þóra í tilefni af umræðu sem farið hefur af stað þess efnis að hún hafi verið manneskjan á bak við falskan aðgang á samfélagsmiðlinum Tik Tok þar sem hún er sögð hafa tekið til varna fyrir eiginmann sinn eftir að hann sætti mikilli gagnrýni vegna fjölmennrar samkomu sem þau hjónin sóttu í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Hringbraut fjallaði meðal annars um þennan „nýstofnaða falska aðgang,“ á vef sínum á aðfangadag. „Á aðfangadag var búinn til aðgangur á TikTok og við hann sett mitt nafn. Í framhaldinu var svo lýst skoðunum sem ég kannast ekki við. Mér er sagt að nú sé búið að eyða aðganginum aftur,“ skrifar Þóra í færslu sinni. Hún hafi sjálf ekki búist við því að margir myndu trúa því að hún væri orðin samfélagsmiðlastjarna, „en nú eftir að nokkrir fjölmiðlar skrifa fréttir um þessa vitleysu finnst mér rétt að koma því rétta á framfæri. Steininn tók úr þegar Bjarni var spurður um málið á RÚV í gærkvöldi, en hann hafði aðeins lauslega heyrt af þessu frá dóttur okkar,“ skrifar Þóra ennfremur. „Það er ekkert sem réttlætir auðkennaþjófnað og ósannindi á samfélags- og fjölmiðlum. Þegar beinlínis er gert út á reiði fólks í mínu nafni og fjölskyldu minni og börnum valdið ónæði get ég ekki annað en sagt hingað og ekki lengra.“
Samfélagsmiðlar Samkomubann á Íslandi TikTok Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Sjá meira