Allt að fimm ára fangelsi fyrir að saka einhvern um nauðgun á netinu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2020 16:49 Frá rússneska þinginu. Þar hafa þingmenn í vikunni samþykkt fjölda frumvarpa sem sögðu eru snúa að því að auka völd hins opinbera og takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. EPA/YURI KOCHETKOV Neðri deild Dúmunnar, rússneska þingsins, hefur samþykkt frumvarp sem snýr að því að hægt verði að dæma fólk í fangelsi fyrir að ófrægja aðra á netinu eða í fjölmiðlum. Enn á efri deild þingsins að samþykkja frumvarpið og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, að skrifa undir það, svo það verði að lögum. Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar. Rússland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar væri hægt að dæma mann fyrir meiðyrði á netinu í allt að tveggja ára fangelsi og láta hann greiða háa sekt. Í frumvarpinu er svo sérstaklega tekið fram að fólk sem sakfellt er fyrir að setja fram „ærumeiðandi ásakanir“ um nauðgun á netinu, gæti verið dæmt í allt að fimm ára fangelsi. Gagnrýnendur frumvarpsins og stjórnarandstæðingar í Rússlandi segja að ríkisstjórn Pútíns muni geta notað frumvarpið til að þagga niður í gagnrýnendum sínum og kæfa andmæli. Í fyrra settu Rússar ný lög um að hægt sé að sekta fólk fyriri að móðga yfirvöld landsins á netinu og fyrir að dreifa því sem yfirvöld segja falskar fréttir. Sjá einnig: Leggja sektir við að móðga yfirvöld á netinu Í umfjöllun Moscow Times segir að þingmenn Dúmunnar hafi í vikunni samþykkt á annan tug frumvarpa sem snúi að því að auka völd yfirvalda og að takmarka málfrelsi og aðgang að upplýsingum. Eitt slíkt gerir það ólöglegt að dreifa upplýsingum eða gögnum sem snúa að starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, lögregluþjónum, hermönnum og dómurum. Það er gert í kjölfar þess að fjölmiðlamenn hafa borið kennsl á útsendara Leyniþjónustu Rússlands (FSB) sem hafa elt stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní um árabil og mögulega eitrað fyrir honum. Meintir útsendarar FSB voru opinberaðir nýverið í niðurstöðum rannsóknar samtakanna Bellingcat og rússneska fjölmiðilsins The Insider sem gerð var í samvinnu við Der Spiegel og CNN. Sú rannsókn byggði að miklu leyti á opinberum gögnum og gögnum sem lekið var til miðlanna. Annað frumvarpið, yrði það að lögum, gerði yfirvöldum Rússlands kleift að loka Youtube, Twitter, Facebook og öðrum vefsvæðum í Rússlandi fyrir margvíslegar ástæður sem snúa margar að rússneskum ríkisfjölmiðlum og dreifingu efnis þeirra. Fyrr á þessu ári sökuðu Rússar Facebook, Twitter og Youtube um mismunun eftir að ríkismiðlar Rússlands voru merktir sem slíkir. Enn eitt frumvarpið felur í sér að skipuleggjendur mótmæla í Rússlandi þurfi að gera yfirvöldum grein fyrir því hvaðan fjármagn þeirra kemur. Fjármagnið má einungis koma frá reikningum í rússneskum bönkum og þeir sem veita peningum til mótmæla þurfa að gefa upp ýmsar persónuupplýsingar.
Rússland Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Sjá meira