Bóluefnavandi ríkisstjórnarinnar Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 23. desember 2020 14:46 Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þingflokkur Miðflokksins hefur farið fram á að Alþingi verði kallað saman til að ræða þá alvarlegu stöðu sem nú er uppi varðandi bólusetningu landsmanna vegna COVID 19. Undanfarið hafa birst mjög misvísandi upplýsingar um þá samninga sem gerðir hafa verið um bóluefni og ekki síður hvernig bólusetningu verður háttað. Þar vegast upplýsingaóreiða og ráðaleysi stjórnvalda á. Því er nauðsynlegt að ríkisstjórnin verði knúin svara sem fyrst um áreiðanlegar og nákvæmar upplýsingar um hver raunveruleg staða er á samningum um virk og nothæf bóluefni og hvernig bólusetning þjóðarinnar mun ganga fyrir sig og hvenær þess er að vænta að þjóðlíf geti færst í hefðbundið horf. Staðan núna Eins og staðan lítur út núna eru ekki horfur á að nema um 25 þúsund Íslendingar verði búnir að fá bóluefni í lok 1. ársfjórðungs komandi árs. Um leið er á huldu hvernig bólusetningu verður háttað á 2. ársfjórðungi og þeim þriðja. Í gær var send út tilkynning frá stjórnvöldum um samning við lyfjaframleiðandan Janssen. Um var að ræða þriðja samning íslenskra heilbrigðisyfirvalda um kaup á bóluefnum við COVID 19. Samningurinn við Janssen var sagður tryggja bóluefni fyrir 235.000 einstaklinga. Áður var búið að gera samning um bóluefni frá Pfizer fyrir 85.000 einstaklinga og Astra Zenca fyrir 115.000 einstaklinga. Möguleikar okkar Vandinn við þessa samninga er sá að aðeins Pfizer framleiðir samþykkt lyf í dag. Það er einungis hugsanlegt að það verði hægt að hefja framleiðslu á lyfi Janssen í lok 3. ársfjórðungs næst árs og því hugsanlegt að bólusetning með því verði ekki fyrr en í lok árs 2021 eða fram á árið 2022. Það mun valda miklum skaða fyrir almenning og fyrirtæki í landinu. Af þessu sést að við getum á þessari stundu aðeins treyst á lyf frá Pfizer enda eina lyfið sem hefur verið heimilað hér á landi. Öll lönd keppst nú við að reyna að tryggja sér lyf frá þeim og mörg hafa þegar náð samningum um slíkt. Á sam atíma ríkir fullkomin óvissa um hvenær hægt verður að hefja framleiðslu á lyfi hjá Astra Zenca. Beinir samningar Það er brýnt að ríkisstjórnin reyni að koma á beinum samningaviðræðum við Pfizer og þá Moderna, sem er annar framleiðandi sem er með samþykkt lyf. Til að tryggja hag og öryggi almennings á Íslandi verður ríkistjórnin að virkja alla þá sem unnt er, og þar með talda einkaaðila, til þess að koma að viðræðum við Pfizer og Moderna þannig að hægt sé að fá afhent virk og nothæf lyf sem fyrst. Það verður ekki unað við að bíða lengur og fytlgjast með í fjarlægð hvernig aðrar þjóðir haga sínum málum í von um að molar detti af þeirra borðum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í SV-kjördæm
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar