Primera dómurinn - Mikilvægt dómafordæmi varðandi verktakasamninga flugmanna Sonja Bjarnadóttir skrifar 23. desember 2020 10:01 Nýlega féll dómur félagsdóms í Danmörku þar sem staðfest var að flugfélagið Primera braut gegn lögum með því að ráða flugmenn með heimahöfn (e. home base) í Danmörku sem verktaka. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að flugmaður sem ráðinn var inn sem verktaki með heimahöfn í Danmörku ætti rétt á sömu launum og réttindum og samstarfsfélagar hans sem störfuðu eftir kjarasamningi hjá sama fyrirtæki. Flugfélagið Primera hafði þá ráðið inn flugmenn sem verktaka frá dótturfélagi staðsettu á Guernsey. Þeir höfðu heimahöfn í Danmörku en nutu ekki lífeyrisgreiðslna, orlofs og fengu eingöngu greidda 10 veikindadaga á ári. Með dóminum er sett mikilvægt fordæmi um að ekki er heimilt að undirbjóða kjarasamninga með þessum hætti, þ.e. með því að fara framhjá kjarasamningsbundnum launum og réttindum með verktakaforminu. Það hefur verið ofarlega í hugum félagsmanna Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að tryggja þurfi betur ráðningarfyrirkomulag flugmanna enda hefur það bein tengsl við flugöryggi. FÍA hefur undanfarið haldið sínum sjónarmiðum á lofti í umsögnum, álitum og á fundum um málið með ráðuneytum og þingnefndum. Þar hefur FÍA lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að í íslenskri löggjöf verði lagst með skýrum hætti gegn því að ráðningar flugmanna fari fram með óhefðbundnum hætti, þ.e. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum. Dómurinn í máli Primera styður þá afstöðu FÍA og gefur mikilvægt fordæmi varðandi málefnið. Örar breytingar í flugheimi Undanfarinn áratug hefur víða orðið breyting á ráðningarfyrirkomulagi flugmanna og þá sérstaklega innan Evrópu. Tilvikum þar sem flugmenn eru ráðnir með óhefðbundnum hætti (e. atypical employment), s.s. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum hefur fjölgað. Flugmenn sem ráðnir eru þannig til starfa njóta lakari kjara, starfsöryggi er minna og réttindi sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga eru ekki til staðar líkt og veikinda- og orlofsréttur, þ.m.t. réttur til fæðingarorlofs. Hagnaðurinn af verktöku er allur hjá flugrekanda sem sleppur við að greiða launatengd gjöld og ýmsan annan kostnað við starfsmannahald. Nú í kjölfar Covid heimsfaraldursins og vegna áhrifa hans á flugrekstur hafa vaknað áhyggjur í alþjóðasamfélagi flugmanna um frekari þróun í átt að óhefðbundnum ráðningum flugmanna. Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Flugmaður starfar ekki sjálfstætt eins og á við um verktaka. Hann mætir ekki með eigin tæki og tól til vinnu, hann ræður hvorki vinnutíma sínum né verkefnum og getur ekki ráðið aðra sér til aðstoðar. Óhefðbundin ráðning er ógn við flugöryggi Rannsóknir hafa sýnt fram á að munur er á afstöðu flugmanna til öryggisstefnu vinnuveitanda eftir því með hvaða hætti starfsmaðurinn er ráðinn og að slíkt getur haft áhrif á flugöryggi. Þá gaf framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins út skýrslu árið 2019 sem ber heitið „Aviation Strategy for Europe: Maintaining and promoting high social standards“ þar sem lögð er fram heildaráætlun er miðar að því að viðhalda og efla félagsleg réttindi innan flugiðnaðarins. Starfsöryggi er flugmönnum hugleikið. Þeir flugmenn sem starfa sem verktakar búa sjaldnast við rétt til endurráðningar missi þeir vinnuna af einhverjum orsökum. Samtök flugmanna um allan heim hafa lagt áherslu á að starfsöryggi sé beintengt við flugöryggi. Flugmaður sem óttast um starf sitt er líklegri til að byggja ákvarðanatöku á röngum forsendum en hinn sem starfar samkvæmt leikreglum kjarasamnings. Þegar starfsöryggi er ótryggt er flugmaður ólíklegri til að stoppa vél vegna hugsanlegra öryggisþátta með tilheyrandi kostnaði fyrir flugrekandann. Hann er einnig líklegri til að mæta illa fyrir kallaður til vinnu vegna veikinda eða þreytu af ótta við að það verði notað gegn honum komi til fækkunar flugmanna auk þess sem veikindaréttur er að öllum líkindum lítill sem enginn. Skýrslugerð er einnig ríkur þáttur í öryggismenningu í flugi og eru flugmenn hvattir til að skila inn skýrslum um öll hugsanleg atvik og þ.m.t. eigin mistök sem hefðu getað leitt til slyss eða tilkynningaskylds atviks. Flugmenn sem eru í beinu ráðningarsambandi og starfa samkvæmt kjarasamningi eru líklegri til að skila inn slíkum skýrslum og þar með efla flugöryggi líkt og kemur fram í rannsókn London School of Economics and Political Science „European pilots´perceptions of safety culture in European Aviation“ frá 2016 og hins vegar í rannsókn Háskólans í Gautaborg „High-flying risks. Variations in working conditions, health and safety behaviours among commercial airline pilots in relation to safety climate.“ Sterk vinnulöggjöf kemur í veg fyrir félagslegt undirboð Af framansögðu teljum við mikilvægt að beint ráðningarsamband sem byggt er á kjarasamningi sé meginregla sem flugrekendum er starfa samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi verði gert að hlíta. Þessu hafa Danir náð fram, sbr. nýlegan félagsdóm Danmerkur sem nefndur var hér að framan. Af dóminum í máli Primera flugfélagsins má einnig leiða að regluverk Evrópusambandsins nær ekki að fyrirbyggja félagsleg undirboð með fullnægjandi hætti. Sterk vinnulöggjöf í Danmörku setur skýr mörk hvað þetta varðar og hefur leitt til þess að flugrekendum sem stunda félagslegt undirboð hefur gengið afar illa að festa sig í sessi þar í landi og hefur ítrekað verið bolað burtu þaðan. Þetta segir okkur að við getum spyrnt á móti á sama tíma og við virðum fjórfrelsi EES samningsins. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega féll dómur félagsdóms í Danmörku þar sem staðfest var að flugfélagið Primera braut gegn lögum með því að ráða flugmenn með heimahöfn (e. home base) í Danmörku sem verktaka. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að flugmaður sem ráðinn var inn sem verktaki með heimahöfn í Danmörku ætti rétt á sömu launum og réttindum og samstarfsfélagar hans sem störfuðu eftir kjarasamningi hjá sama fyrirtæki. Flugfélagið Primera hafði þá ráðið inn flugmenn sem verktaka frá dótturfélagi staðsettu á Guernsey. Þeir höfðu heimahöfn í Danmörku en nutu ekki lífeyrisgreiðslna, orlofs og fengu eingöngu greidda 10 veikindadaga á ári. Með dóminum er sett mikilvægt fordæmi um að ekki er heimilt að undirbjóða kjarasamninga með þessum hætti, þ.e. með því að fara framhjá kjarasamningsbundnum launum og réttindum með verktakaforminu. Það hefur verið ofarlega í hugum félagsmanna Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að tryggja þurfi betur ráðningarfyrirkomulag flugmanna enda hefur það bein tengsl við flugöryggi. FÍA hefur undanfarið haldið sínum sjónarmiðum á lofti í umsögnum, álitum og á fundum um málið með ráðuneytum og þingnefndum. Þar hefur FÍA lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að í íslenskri löggjöf verði lagst með skýrum hætti gegn því að ráðningar flugmanna fari fram með óhefðbundnum hætti, þ.e. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum. Dómurinn í máli Primera styður þá afstöðu FÍA og gefur mikilvægt fordæmi varðandi málefnið. Örar breytingar í flugheimi Undanfarinn áratug hefur víða orðið breyting á ráðningarfyrirkomulagi flugmanna og þá sérstaklega innan Evrópu. Tilvikum þar sem flugmenn eru ráðnir með óhefðbundnum hætti (e. atypical employment), s.s. í gegnum starfsmannaleigur og með verktakasamningum hefur fjölgað. Flugmenn sem ráðnir eru þannig til starfa njóta lakari kjara, starfsöryggi er minna og réttindi sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga eru ekki til staðar líkt og veikinda- og orlofsréttur, þ.m.t. réttur til fæðingarorlofs. Hagnaðurinn af verktöku er allur hjá flugrekanda sem sleppur við að greiða launatengd gjöld og ýmsan annan kostnað við starfsmannahald. Nú í kjölfar Covid heimsfaraldursins og vegna áhrifa hans á flugrekstur hafa vaknað áhyggjur í alþjóðasamfélagi flugmanna um frekari þróun í átt að óhefðbundnum ráðningum flugmanna. Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Flugmaður starfar ekki sjálfstætt eins og á við um verktaka. Hann mætir ekki með eigin tæki og tól til vinnu, hann ræður hvorki vinnutíma sínum né verkefnum og getur ekki ráðið aðra sér til aðstoðar. Óhefðbundin ráðning er ógn við flugöryggi Rannsóknir hafa sýnt fram á að munur er á afstöðu flugmanna til öryggisstefnu vinnuveitanda eftir því með hvaða hætti starfsmaðurinn er ráðinn og að slíkt getur haft áhrif á flugöryggi. Þá gaf framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins út skýrslu árið 2019 sem ber heitið „Aviation Strategy for Europe: Maintaining and promoting high social standards“ þar sem lögð er fram heildaráætlun er miðar að því að viðhalda og efla félagsleg réttindi innan flugiðnaðarins. Starfsöryggi er flugmönnum hugleikið. Þeir flugmenn sem starfa sem verktakar búa sjaldnast við rétt til endurráðningar missi þeir vinnuna af einhverjum orsökum. Samtök flugmanna um allan heim hafa lagt áherslu á að starfsöryggi sé beintengt við flugöryggi. Flugmaður sem óttast um starf sitt er líklegri til að byggja ákvarðanatöku á röngum forsendum en hinn sem starfar samkvæmt leikreglum kjarasamnings. Þegar starfsöryggi er ótryggt er flugmaður ólíklegri til að stoppa vél vegna hugsanlegra öryggisþátta með tilheyrandi kostnaði fyrir flugrekandann. Hann er einnig líklegri til að mæta illa fyrir kallaður til vinnu vegna veikinda eða þreytu af ótta við að það verði notað gegn honum komi til fækkunar flugmanna auk þess sem veikindaréttur er að öllum líkindum lítill sem enginn. Skýrslugerð er einnig ríkur þáttur í öryggismenningu í flugi og eru flugmenn hvattir til að skila inn skýrslum um öll hugsanleg atvik og þ.m.t. eigin mistök sem hefðu getað leitt til slyss eða tilkynningaskylds atviks. Flugmenn sem eru í beinu ráðningarsambandi og starfa samkvæmt kjarasamningi eru líklegri til að skila inn slíkum skýrslum og þar með efla flugöryggi líkt og kemur fram í rannsókn London School of Economics and Political Science „European pilots´perceptions of safety culture in European Aviation“ frá 2016 og hins vegar í rannsókn Háskólans í Gautaborg „High-flying risks. Variations in working conditions, health and safety behaviours among commercial airline pilots in relation to safety climate.“ Sterk vinnulöggjöf kemur í veg fyrir félagslegt undirboð Af framansögðu teljum við mikilvægt að beint ráðningarsamband sem byggt er á kjarasamningi sé meginregla sem flugrekendum er starfa samkvæmt íslensku flugrekstrarleyfi verði gert að hlíta. Þessu hafa Danir náð fram, sbr. nýlegan félagsdóm Danmerkur sem nefndur var hér að framan. Af dóminum í máli Primera flugfélagsins má einnig leiða að regluverk Evrópusambandsins nær ekki að fyrirbyggja félagsleg undirboð með fullnægjandi hætti. Sterk vinnulöggjöf í Danmörku setur skýr mörk hvað þetta varðar og hefur leitt til þess að flugrekendum sem stunda félagslegt undirboð hefur gengið afar illa að festa sig í sessi þar í landi og hefur ítrekað verið bolað burtu þaðan. Þetta segir okkur að við getum spyrnt á móti á sama tíma og við virðum fjórfrelsi EES samningsins. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun