Enn fækkar þeim sem senda jólakort Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2020 12:21 Konur (47 prósent) reyndust líklegri en karlar (38 prósent) til að segjast ætla að senda jólakort í ár, annað hvort með bréfpósti eða rafrænum hætti. Getty Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti. Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020. Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Jólakortasendingum landans virðist hafa farið fækkandi frá því að mælingar MMR hófust árið 2015. Þá sögðust 67 prósent landsmanna ætla að senda jólakort. „Þróunin yfir í rafræn jólakort hefur verið stöðug undanfarin ár og heldur hún áfram þetta árið. Hins vegar hefur hlutfall þeirra sem segjast ætla að senda jólakort með bréfpósti (annað hvort eingöngu eða ásamt rafrænum kveðjum) lækkað um 36 prósentustig frá upphafi mælinga. Samdráttur í bréfakortsendingum reyndist þó minni í ár en oft áður, en fækkunin taldi einungis um fjögur prósentustig. Til samanburðar hefur árlegur samdráttur síðustu fjögurra ára verið um 7 prósentustig. Á móti kemur að lítil sem engin fjölgun mældist í ár á fjölda þeirra sem hyggjast senda rafræn jólakort og er það í fyrsta sinn frá 2016 sem það hlutfall eykst óverulega milli ára,“ segir í frétt MMR. Aldur og kyn ræður talsverðu Ennfremur segir að mestan mun hafi verið að sjá á jólakortasendingum eftir aldri svarenda. Einungis 20 prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára hafi sagst ætla að senda jólakort í ár og hafi hlutfallið minnkað um 11 prósentustig frá mælingu síðasta árs. „Athygli vekur að fleiri svarendur í yngsta aldurshópnum kváðust ætla að senda kort eingöngu með bréfpósti (11%) heldur en eingöngu rafrænt (9%) og að enginn þeirra kvaðst ætla að nýta sér báða sendingarmáta. Hlutfall þeirra sem kváðust ætla að senda jólakort í ár jókst með auknum aldri og mældist mest meðal svarenda 68 ára og eldri (65%) en svarendur allra aldurshópa 30 ára og eldri kváðust líklegri til að senda jólakortin í ár rafrænt heldur en með bréfpósti. Eflaust hefur Covid haft áhrif á jólahefðir svarenda þetta árið og virðast jólakortasendingar elstu svarenda vera þar á meðal. Hlutfall þeirra svarenda 68 ára og eldri sem kváðust eingöngu ætla að senda jólakortin rafrænt jókst um 12 prósentustig á milli ára, samhliða því að hlutfall þeirra sem ætla eingöngu að senda með bréfpósti minnkaði um 20 prósentustig. Þá minnkaði hlutfall svarenda elsta aldurshópsins sem kvaðst ætla að senda bæði rafrænt og með bréfpósti um 7 prósentustig á milli ára. Konur (47%) reyndust líklegri en karlar (38%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en bæði kynin kváðust líklegust til að ætla að senda kortin eingöngu með rafrænum hætti í ár (24% konur; 22% karlar). Þá reyndust svarendur af landsbyggðinni (53%) líklegri en þau af höfuðborgarsvæðinu (37%) til að segjast ætla að senda jólakort í ár en jólakortasendingar höfuðborgarbúa minnkuðu um 6 prósentustig frá könnun ársins 2019. Litlar breytingar var hins vegar að sjá á jólakortaætlunum landsbyggðarbúa,“ segir í tilkynningunni á vef MMR. Könnunin var framkvæmd dagana 10. til 16. desember 2020.
Skoðanakannanir Jól Pósturinn Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira