Þrír af sex markahæstu leikmönnum þýsku deildarinnar eru Íslendingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2020 11:30 Viggó Kristjánsson er næstmarkahæstur í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. getty/Tom Weller Þegar tímabilið er tæplega hálfnað eru þrír af sex markahæstu leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta Íslendingar. Þetta eru þeir Viggó Kristjánsson, Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon. Viggó, sem leikur með Stuttgart, er næstmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Hann hefur skorað 95 mörk, einu marki minna en Robert Weber, austurríski hornamaðurinn hjá Nordhorn-Lingen. Marcel Schiller, leikmaður Göppingen, er í 3. sæti markalistans með 87 mörk. Í 4. sætinu er svo Bjarki Már með 84 mörk. Landsliðshornamaðurinn leikur með Lemgo. Tekst Bjarka Má að verða markakóngur þýsku deildarinnar annað tímabilið í röð?getty/Uwe Anspach Bjarki Már á markakóngstitil að verja en hann varð markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. Hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Uwe Gensheimer hjá Rhein-Neckar Löwen er í 5. sætinu á markalistanum með 68 mörk. Ómar Ingi er svo í 6. sætinu með 66 mörk. Selfyssingurinn hefur leikið vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg, sérstaklega í síðustu leikjum. Ómar Ingi skoraði ellefu mörk þegar Magdeburg sigraði Erlangen, 36-26, í gær. Ómar Ingi er alltaf að spila betur og betur með Magdeburg.getty/Uwe Anspach Auk þess að skora 66 mörk á tímabilinu hefur Ómar Ingi gefið 29 stoðsendingar og því komið með beinum hætti að 95 mörkum. Viggó hefur gefið 25 stoðsendingar og komið með beinum hætti að 120 mörkum, flestum allra í deildinni. Viggó og Ómar Ingi hafa báðir skorað 36 mörk úr vítum en Bjarki Már er með 23 vítamörk. Landsliðsmennirnir eru allir með afbragðs skotnýtingu. Viggó hefur nýtt 65 prósent skota sinna, Bjarki Már er með 71 prósent nýtingu og 67 prósent skota Ómars Inga hafa ratað rétta leið. Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Viggó, sem leikur með Stuttgart, er næstmarkahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Hann hefur skorað 95 mörk, einu marki minna en Robert Weber, austurríski hornamaðurinn hjá Nordhorn-Lingen. Marcel Schiller, leikmaður Göppingen, er í 3. sæti markalistans með 87 mörk. Í 4. sætinu er svo Bjarki Már með 84 mörk. Landsliðshornamaðurinn leikur með Lemgo. Tekst Bjarka Má að verða markakóngur þýsku deildarinnar annað tímabilið í röð?getty/Uwe Anspach Bjarki Már á markakóngstitil að verja en hann varð markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar á síðasta tímabili. Hann skoraði þá 216 mörk í 27 leikjum. Uwe Gensheimer hjá Rhein-Neckar Löwen er í 5. sætinu á markalistanum með 68 mörk. Ómar Ingi er svo í 6. sætinu með 66 mörk. Selfyssingurinn hefur leikið vel á sínu fyrsta tímabili hjá Magdeburg, sérstaklega í síðustu leikjum. Ómar Ingi skoraði ellefu mörk þegar Magdeburg sigraði Erlangen, 36-26, í gær. Ómar Ingi er alltaf að spila betur og betur með Magdeburg.getty/Uwe Anspach Auk þess að skora 66 mörk á tímabilinu hefur Ómar Ingi gefið 29 stoðsendingar og því komið með beinum hætti að 95 mörkum. Viggó hefur gefið 25 stoðsendingar og komið með beinum hætti að 120 mörkum, flestum allra í deildinni. Viggó og Ómar Ingi hafa báðir skorað 36 mörk úr vítum en Bjarki Már er með 23 vítamörk. Landsliðsmennirnir eru allir með afbragðs skotnýtingu. Viggó hefur nýtt 65 prósent skota sinna, Bjarki Már er með 71 prósent nýtingu og 67 prósent skota Ómars Inga hafa ratað rétta leið.
Þýski handboltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira